Miðvikudagur, 31. ágúst 2005
Er maðurinn fífl?
Umhverfisráðherra Ástralíu Ian Campbell hefur orðið sér og landi sínu til skammar með hörðum viðbrögðum sínum við svarbréfi Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra við upphaflegu bréfi Cambells. Í upphaflegu bréfi Cambells sýnir hann af sér allt of algengt þekkingarleysi á hvalveiðum, vísindum og vísindaveiðum. Gerir hann þar lítið úr vísindalegum tilgangi íslensku hvalveiðanna og skammar þjóðina fyrir athæfi sem hann telur vera gegn vilja meirihluta aðildarlanda Alþjóða hvalveiðiráðsins. Er það mjög undarleg framsetning málanna, enda bendir Árni honum kurteislega á í bréfi sínu að vísindaveiðar hafa ávallt verið leyfðar hjá ráðinu. Virðist Campbell vera haldinn pólítískri rétthugsun á alvarlegu stigi, blönduð öfganátttúruverndarhyggju í hverri hvalir hafa allt að því guðumlíka stöðu.
Þegar svo er komið eru allar hvalveiðar af hinu slæma og er fólki sem haldið er slíkri firru algerlega fyrirmunað að setja hvalveiðar í sama samhengi og almennar veiðar, frekar í samhengi við manndráp eða þvíumlíkt. Kallar hann eina líknsömustu veiðiaðferð sem fundin hefur verið fyrir hvalveiðar villimannslega, svo sú spurning vaknar óneitanlega hve langt er hægt að ganga til að þóknast slíkum dillum.
Sjávarútvegsráðherra, með vísun í ályktun ráðsins um aðferðir við hvalveiðar hvar þjóðir eru hvattar til þess að leggja fram upplýsingar um veiðiaðferðir á öðrum stórum spendýrum, hvetur til þess að Ástralir leggi fram upplýsingar um slíkt í lok bréfsins. Vísar hann þar til að slíkar veiðar fari fram úr þyrlum í vægast sagt stórum stíl, á villtum kameldýrum og kengúrum í milljónatali. Við þessu bregst Campbell af bræði þess sem engan veginn getur sett sig í spor annarra né skilið annað viðhorf en sitt eigið og allt að því kallar íslenska sjávarútvegsráðherrann fífl.
Virðist málið hafa fengið þó nokkra athygli í áströlskum fjölmiðlum sem virðast allir taka afstöðu með dónanum, en merkilegt nokk heyrist varla bofs í íslenskum starfsbræðrum þeirra, hvað þá að Íslendingar almennt bregðist ókvæða við líkt og maður sæi vafalaust gerast meðal blóðheitari þjóða. Þegar þjóðkjörnum ráðamanni, og þar með fulltrúa þjóðarinnar er sýndur slíkur dónaskapur ættu Íslendingar að leggja dægurþras og stjórnmálalegar deilur til hliðar og sameinast í réttlátri reiði og fordæmingu á dónanum.
Sérstaklega í tilviki eins og þessu hvar það er deginum ljósara að við höfum rétt fyrir okkur en viðkomandi aðilar eru of uppfullir af sjálfsréttlætingu til þess þeir geti séð það. En því miður, þá virðist á stundum ekki í okkur renna blóðið eins og sést kannski best á áhorfendapöllunum á landsleikjum.
Höskuldur Marselíusarson
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004