Leita í fréttum mbl.is

Mánudagspósturinn 1. ágúst 2005

Mótmæli flutningabílstjóra á föstudaginn (þó vitanlega ekki allra flutningabílstjóra) voru alveg svakalega sniðug. Þeir mótmæltu hækkun á olíugjaldi með því að eyða olíu, en mótmælin gengu út á það eins og kunnugt er að aka löturhægt um miklar umferðagötur í Reykjavík og þá einkum þær leiðir sem íbúar borgarinnar notuðu til að aka út úr bænum á leið á útihátíðir eða eitthvert annað sem þeir kusu að halda um verzlunarmannahelgina. Mótmælin voru því ekki bara þannig úr garði gerð að þau bitnuðu á almennum borgurum sem ekkert höfðu til sakar unnið heldur má gera ráð fyrir að þau hafi hafizt með því að mótmælendurnir fylltu á olíutanka flutningabifreiða sinna.

Ýmsar yfirlýsingar talsmanns mótmælendanna í fjölmiðlum voru síðan oftar en ekki vægast sagt stórundarlegar. Allt frá því að gera að því skóna að fjármálaráðherra hefði skipað fulltrúum mótmælendanna að koma til fundar við sig (síðar kom í ljós að mótmælendur höfðu sjálfir óskað eftir fundi með ráðherra en síðan afþakkað hann) yfir í að segja að það yrði bara að hafa það ef mótmælin leiddu til þess að slys yrðu á fólki eða einhvers þaðan af verra. Sagði talsmaðurinn í sjónvarpsfréttum að slys yrðu í umferðinni og ef fólk vildi forðast þau ætti það að halda sig í rúminu. Svona lagað nær auðvitað engri átt.

Það gildir einfaldlega það sama um þessi mótmæli eins og þau við Kárahnjúkavirkjun og önnur slík að það er í góðu lagi að fólk mótmæli svo lengi sem það er gert á friðsaman og lýðræðislegan hátt og án þess að saklaust fólk verði fyrir barðinu á þeim. Hvort sem um er að ræða fólk á leiðinni í sumarfrí eða fólk sem er að sinna vinnunni sinni. Annað er auðvitað ekkert annað en ofbeldi sem er ekki bara algerlega óásættanlegt heldur líka afskaplega ólíklegt til að vekja samúð almennings með umræddum aðgerðum.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is

(Birt í Fréttablaðinu 5. ágúst 2005)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband