Föstudagur, 29. júlí 2005
Ótækar aðgerðir flutningabílstjóra
Sem kunnugt er hafa flutningabílstjórar boðað aðgerðir í dag til að mótmæla breytingum á skattlagningu díselolíu sem varð um síðastliðin mánaðamót sem fól í sér verulega hækkun vörugjalds á díselolíu ásamt afnámi þungaskatts. Bílstjórarnir hafa hótað því að loka helstu samgönguæðum til og frá borginni til að undirstrika óánægju sína með umrædda skattlagningu. Svo virðist sem þeir ætli að virða að vettugi aðvaranir lögreglu og ábendingar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og fleiri aðila um þá augljósu hættu sem aðgerðirnar geta skapað. Þegar þetta er ritað hafa flutningabílstjórar hafið aðgerðir sínar og aka í löngum lestum um götur borgarinnar. Ekki hafa þeir þó enn gert alvöru úr þeim hótunum sínum að loka umferðaræðum þó aðgerðirnar hafi þegar valdið nokkrum töfum á umferð.
Það er einkennilegt að bílstjórarnir skuli kjósa að beina aðgerðum sínum gegn hagsmunum almennings með svo róttækum hætti sem raun ber vitni. Bílstjórarnir eiga í útistöðum við löggjafann og stjórnvöld vegna íþyngjandi ákvarðana þeirra en kjósa samt sem áður að grípa til aðgerða sem bitna harðast á almenningi sem ekkert hefur haft með áðurnefndar ákvarðanir að gera. Þeir velja háannatíma um mestu ferðahelgi ársins til aðgerða sinna og kjósa að tefja og trufla saklausa borgara sem eru á leið í fríið. Af málflutningi forsvarsmanns þeirra má ráða að þeir skeyti engu um þá hættu sem þeir skapa með aðgerðunum. Aðgerðirnar eru fráleitt til þess fallnar að vekja samúð almennings með málstað bílstjóranna þvert á móti eru þær mjög til þess fallnar að afla þeim óvinsælda. Einnig má á það benda að margir hinna almennu borgara hafa sjálfir orðið fyrir barðinu á umræddum breytingum, þ.e. þeir sem reka olíuknúna bíla og aka mikið. Það er kaldhæðnislegt að aðgerðir bílstjóranna skuli í ofanálag bitna á því fólki.
Fulltrúar lögregluyfirvalda hafa lýst því yfir að aðgerðunum verði mætt af fullri hörku. Annað væri enda óeðlilegt enda ótækt að fámennur þrýstihópur komist upp með að lama að stórum hluta helstu samgönguæðar landsins enda um brot bæði á hegningarlögum og umferðarlögum að ræða geri bílstjórarnir alvöru úr sínum ítrustu hótunum.
Bílstjórar sem aðrir verða að sæta því að þeir geta ekki komist upp með að kúga stjórnvöld til hlýðni við sig með ofstopa og yfirgangi. Málstaður þeirra hefur fram til þessa notið nokkurrar samúður hjá mér eins og m.a. má sjá af nýlegum skrifum mínum í pistli sem nýverið birtist á vef ungra sjálfstæðismanna. Sú samúð mín fer ört dvínandi eftir því sem aðgerðunum vindur fram.
Þorsteinn Magnússon
thorstm@hi.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004