Miðvikudagur, 27. júlí 2005
Óþjóðalýður við Kárahnjúka
Það mátti vera ljóst þegar tjaldbúðarhaldarar reyndu að höfða til þess óþjóðalýðs sem sett hefur mark sitt á samkomur eins og G8 fundinn í Skotlandi nýlega um að koma hingað til lands og taka þátt í mótmælunum við Kárahnjúka að þau yrðu allt annað en friðsæl. Og það kom á daginn, líkt og fréttir undanfarinna daga hafa leitt í ljós. Eitthvað verður það að teljast undarlegur skilningur á friðsælum mótmælaaðgerðum að beita ofbeldisaðgerðum eins og að klippa kynningarbæklinga, mála á skilti, bíla, hús og annar slíkur vandalismi, og reyna að stöðva framkvæmdir með valdi, líkt og að standa fyrir vinnandi mönnum, skera á bíldekk, stela lyklum úr bílum og jafnvel hlekkja sig við þá.
,, Mótmælin hafi verið friðsamleg og samskipti við verkamenn vinaleg þar til lögregla kom á svæðið. Hún hafi skipað mönnum á vinnuvélunum sem fólkið var hlekkjað við að setja vélarnar í gang.
Úr yfirlýsingu mótmælenda:
Augljós hljóta að þykja öfugmælin í þessari yfirlýsingu, þar sem samskipti hvar annar aðilinn beitir aðferðum sem þessum eru sögð friðsæl og vinaleg. Flestir vörubílstjórar sem ég þekki til eru sjálfstæðir verktakar og hafa tekjur sínar af atvinnutækjum sínum og langtímafjárfestingum, bílunum, sem þessir ofbeldismenn ætla að stöðva með þessum aðferðum. Þannig eru þeir að reyna að svipta menn lifibrauði sínu, enda geta tafir þýtt mikinn fjárhagslegan skaða ef í óefni fer. Skiptir þar í raun ekki hvort um sé að ræða littla vörubílaeigandann sem tekið hefur að sér verkefni við fluttning jarðefna, eða stóri verktakinn sem fengið hefur sér marga undirverktaka, á því er einungis stigsmunur, en ekki eðlismunur.
En þar er kominn lykillinn að eðli slíkra hópa atvinnumótmælenda sem leggja að jöfnu baráttu fyrir verndun náttúrunnar og baráttu gegn kapítalisma. Og þá er það jafnframt skiljanlegra hví þessir erlendu aðilar leggja næst leið sína frá fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims, hvar mótmælin snerust að mestu gegn því aukna frjálsræði sem ríkir í heimsviðskiptum, hingað til lands. Iðnvæðing litla Íslands þykir alls ekki nógu sniðugt að því er virðist, eigum við heldur að hundsa allan ávinning sem kapítalisminn og nýting náttúruauðlindanna getur skilað okkur og gerast sýningargripir fyrir erlenda auðjöfra sem hingað leggja leið sína fjórðung úr ári. Ekki nema von maður spyrji.
Athygliverð eru ummæli Birgittu Jónsdóttur, eins af skipuleggjendum mótmælanna aðspurð um hvort þeir ætluðu að virða afturköllun leyfis til uppsetningar búðanna á núverandi landi:
Ég hef ekki trú á öðru. Það hefur alltaf verið ætlunin að búðirnar sjálfar séu fullkomlega löglegar, segir Birgitta,
Getur verið að þarna sé hún að vísa í að skipuleggjendur hafi alltaf ætlað að horfa í gegnum fingur sér með að sumir tjaldbúðagestir beittu ólöglegum, ófriðsömum ofbeldisaðgerðum eins og þeim sem við höfum séð eiga sér stað undanfarið? Þá falla um sjálft sig rök þau sem Benóný Ægisson notaði í bréfi sínu til landeigenda, um að hópurinn hafi ekki brotið gegn skilyrðum fyrir notkun landsins undir búðirnar.
Athyglivert hefur verið að heyra rök mótmælendanna gegn virkjuninni og stóriðju yfir höfuð, enda voru þessi sömu rök notuð á sínum tíma þegar farið var í lýðræðislega umræðu hér á landi um þessa framkvæmd og þar á undan um byggingu Eyjabakkavirkjunar, sem betur fer var hætt við og virkjun við Kárahnjúka ákveðin í staðinn sem sáttalausn. Má segja að þessir aðilar komi fullseint inn í umræðuna, enda langflestir þeirra útlendingar og kæmi því ekki á óvart þó sumir myndu kalla þetta afskipti af innanríkismálum okkar, enda búið að taka þessa ákvörðun eftir þeim lýðræðislegu leikreglum sem við höfum kosið að byggja samfélagið og sameiginlegar ákvarðanir þess á fyrir löngu.
Þó að sú ákvörðun hafi ekki farið eins og þessi litli hópur, sem dregið hefur til sín erlenda ofstopamenn, vildi og að friðsöm mótmæli á sínum tíma hafi ekki dugað til að sannfæra þjóðina um málstað þeirra. Það réttlætir einfaldlega ekki að gripið sé til eignarspjalla og ofbeldis þó einhverjir andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar telji að friðsöm mótmæli hafi ekki skilað nægilegum árangri. Þeim er auðvitað frjálst að mótmæla eins og öðrum sé það gert með friðsömum hætti í samræmi við leikreglur lýðræðisins. En með ofbeldi og skrílshætti, eins og þeim sem átti sér stað á Kárahnjúkum á dögunum, eru menn einfaldlega að leggja lýðræðið til hliðar og lýsa því yfir að það sé í góðu lagi að það sé gert telji menn sig ekki geta náð markmiðum sínum með lýðræðislegum hætti.
Þar með eru þeir að gefa öðrum, sem kunna að vera þeirrar skoðunar að lýðræðið nægi þeim ekki til að ná markmiðum sínum, tilefni til að gera slíkt hið sama. Slíkt framferði er einungis til þess fallið að grafa undan lýðræðinu.
Höskuldur Marselíusarson
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004