Mánudagur, 25. júlí 2005
Mánudagspósturinn 25. júlí 2005
Össuri Skarphéðinssyni, fyrrv. formanni Samfylkingarinnar, er tíðrætt um aðkomu Gísla Marteins Baldurssonar að borgarmálunum í grein sem birtist í Blaðinu 20. júlí sl. undir fyrirsögninni Gísli Marteinn og efinn. Össur talar þar um að honum finnist Gísli hikandi í því hvernig hann hyggist beita sér í borgarmálunum og segir m.a. af því tilefni að Gísli sé haldinn því sem er hættulegast stjórnmálamanni óvissu um hvert beri að stefna. Össur segir Gísla vera að bíða eftir niðurstöðu skoðanakönnunar frá Gallup, um það hvern fólk vilji sjá sem leiðtoga sjálfstæðismanna í borginni, áður en hann tilkynnir hvort hann ætli að sækjast eftir leiðtogasætinu eða ekki.
Þetta er auðvitað vægast sagt furðuleg nálgun hjá Össuri í ljósi þess Gísli hefur ekki sagt að hann ætli sér að verða leiðtogi sjálfstæðismanna í borginni. Fjölmiðlar hafa hins vegar sótt hart að honum og spurt hann ítrekað að því og eðlilega hefur hann ekkert útilokað. Þess utan hefur hann einungis sagt að hann sækist eftir einu af efstu sætunum á lista sjálfstæðismanna, eitthvað sem einungis hlýtur að teljast eðlilegt fyrir metnaðarfullan stjórnmálamann. Enn er talsverður tími til stefnu og ekkert sem segir að Gísli þurfi að taka endanlega ákvörðun í þessum efnum strax.
En hvað sem því annars líður þá er ég nú ekki viss um að Össur sé beint bezt til þess fallinn að væna aðra um stefnuleysi. Samfylkingin undir hans forystu þótti ekki beint stefnufastasti stjórnmálaflokkur landsins. Össur segir í grein sinni að það virki aldrei vel þegar stjórnmálamenn láta reka fyrir vindum skoðanakannana. Samfylkingin hefur einmitt ósjaldan verið sökuð um að dansa eftir því hvað skoðanakannanir hafa sagt hverju sinni og það ekki að ástæðulausu eins og dæmin sanna. Tökum bara eitt gott dæmi um þetta.
Í upphafi árs 2002 var skoðanakönnun frá Gallup birt sem sýndi að mikill meirihluti landsmanna væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Í kjölfarið tilkynnti Össur að Samfylkingin hyggðist setja aðild að sambandinu á oddinn fyrir alþingiskosningarnar vorið 2003. Þessu lýsti hann yfir reglulega allt það ár og síðan var farið út í sérstaka póstkosningu á meðal félagsmanna Samfylkingarinnar um haustið sem fær án efa sinn sess í sögubókunum fyrir einstaklega ólýðræðislega framkvæmd og lélega þátttöku.
Meirihluti þeirra fáu félagsmanna Samfylkingarinnar, sem höfðu fyrir því að taka þátt í póstkosningunni, heimiluðu að aðild að Evrópusambandinu yrði sett á stefnuskrá flokksins. Síðan gerðist það í upphafi árs 2003 að skoðanakannanir voru birtar sem sýndu að staðan hefði algerlega snúizt við og að mikill meirihluti landsmanna væri nú á móti aðild að sambandinu. Stuttu síðar tilkynnti Össur að aðild yrði ekki sett á oddinn í kosningabaráttu Samfylkingarinnar.
Og þetta er svo sannarlega aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem Össur hefur gerzt sekur um stefnuleysi og að dansa eftir því hvað skoðanakannanir hafa sagt hverju sinni. Þannig að kannski hefur hann nú séð að sér í þeim efnum og tilgangurinn með greininni verið að miðla af eigin reynslu. En ef sú er raunin þá hefur hann greinilega alveg gleymt að taka það fram í henni.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
(Birt í Blaðinu 28. júlí 2005)
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004