Miðvikudagur, 20. júlí 2005
Umræður á villigötum
George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt alríkisdómarann John Roberts í embætti hæstaréttardómara í stað Sandra Day O'Connor, sem hefur sagt af sér embætti sökum aldurs. Sandra Day O´Connor var fyrsta konan til að verða hæstaréttardómari en það var Ronald Reagan sem hana tilnefndi. En það er nú önnur saga.
Robert er fimmtugur að aldri. Hann er útskrifaður með lögfræðipróf frá Harvard og hefur um nokkurt skeið unnið við opinbera stjórnsýslu í Washington DC. Hann vann m.a. á lögfræðiskrifstofu Hvíta Hússins í tíð Ronald Reagans og var um tíma aðstoðarmaður Williams Rehnquists, núverandi forseta hæstaréttar Bandaríkjanna. Hann hefur síðan 2003 verið dómari við áfrýjunardómstólinn í Washington en Bush forseti skipaði hann einnig í það embætti.
Hér fer smá lýsing á stöðu Roberts sem höfð er beint upp úr mbl.is: ,,Roberts þykir íhaldssamur í skoðunum og gæti átt erfiða tíma fyrir höndum þegar Bandaríkjaþing fjallar um útnefninguna þótt hann eigi stuðningsmenn bæði meðal repúblikana og demókrata. Frjálslyndir hópar segja, að Roberts hafi tekið afstöðu í málum, sem fjalla um málfrelsi og trúfrelsi og gæti sem hæstaréttardómari þrengt þessi réttindi. Þá segja hópar, sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum, að Roberts hafi skrifað lögfræðiálit árið 1990 þar sem færð voru rök fyrir því að hæstiréttur ætti að breyta afstöðu sinni til fóstureyðinga. Robers hefur hins vegar sagt sjálfur, að dómur réttarins í málinu Roe gegn Wade árið 1973, þar sem réttur kvenna til fóstureyðinga var staðfestur, jafngilti lögum í landinu og hann muni virða þau lög þrátt fyrir persónulegar skoðanir.
Ekki hef ég svo sem sérstaka skoðun á því hvaða dómara Bush forseti velur. Það er auðvitað innaríkismál í BNA. En þann 1. júlí s.l. tilkynnti Sandra Day OConnor um afsögn sína og síðan þá hafa farið fram heitar umræður um næsta dómara sem tæki sæti hennar í hæstaréttir. Vinstri menn segjast vera ,,hræddir um að forsetinn velji of harðan hægri íhaldsmann í embættið sem enga virðingu beri fyrir m.a. rétti kvenna til fóstureyðinga, hjónaböndum samkynhneigðra og svo frv. Hægri menn hafa lagt á það að áherslu að forsetinn velji einhvern sem stendur með rétti barna til lífs, varðveiti hjónaband milli karls og konu og svo frv. Já það eru skiptar skoðanir um þessi mál. Hvort sem um er að ræða Bandaríki Norður Ameríku eða önnur lönd.
En það verður aftur sem áður áhugavert að sjá hvernig fréttir verða fluttar af tilnefningunni. Ekki kæmi mér á óvart að bæði Stöð 2 og fréttastofa Ríkissjónvarpsins eigi eftir að minnast á Robert sem íhaldsaman hægrimann sem sé á móti fóstureyðingum og mála þannig mynd af honum að hann sé ekki hæfur í embætti dómara. Það er einnig áhugavert hvernig vinsti menn taka upp umræðu um þessi mál. Vinstrimenn sem sífellt tala um að vilja aukið lýðræði og aukna umræðu um ýmsa hluti vilja hana bara svo lengi sem þeir geta stjórnað henni.
Tökum tilnefningu Bush sem dæmi. Nú er greinilegt að meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er sammála Bush í siðferðismálum, t.a.m. málefnum samkynhneigðra og réttinum til fóstureyðinga. Bush var lýðræðislega kosinn og hefur því rétt til að tilnefna dómara. En það er ekki nóg. Öldungadeild þingsins þarf síðan að samþykkja tilnefninguna. Gott og vel. Þingið var nú líka lýðræðislega kosið. En hvernig bregðast vinstri menn við. Þeir eru ,,hræddir um að einhver verði tilnefndur sem ekki er fylgjandi þeirra skoðunum. Í stað þess að sætt sig við að lýðræðið hafi fengið að ráða beita þeir brögðum með því að mála upp svarta mynd að þeim sem ekki eru sammála skoðunum þeirra.
Það er alveg ótrúlegt hvernig þeir mála sjalfa sig upp sem frelsishetjur hvað eftir annað. Flestir vinstrimenn í BNA telja að þeir séu að halda upp grundvallarmannréttindum og rétti kvenna með því að berjast fyrir frjálsum rétti fóstureyðinga. Þeir sem hins vegar eru á annari skoðun eru íhaldssamir öfgamenn sem enga virðingu bera fyrir mannréttindum. Að sama skapi eru þeir sem ekki styðja rétt samkynhneigðra til að ganga í lögbundið hjónaband hommahatar og aftuhaldsseggir. Já, það vantar sko ekki málefnalegheitin hjá vinstri mönnunum.
Eitt sinn átti ég í viðræðum við nokkrar vinstri sinnaðar konur. Þær voru að tala um það að þær vildu að Ríkið niðurgreiddi getnaðarvarnir fyrir unglinga. Þegar ég var inntur álits á þessu sagði ég að sjálfsögðu að Ríkið ætti ekki að skipta sér af kynlífi unglinga og hvað þá að nota skattpeninga til að niðurgreiða það. Þetta fannst þeim nú ekki mikið vit í. En svo lagði ég upp annað dæmi. Segjum sem svo að Ríkið ákveði að eyða X mikilli upphæð í að niðurgreiða getnaðarvarnir. Þar er Ríkið farið að skipta sér af kynlífi og barneignum. Síðan kæmist önnur stjórn til valda sem segði, ,,Jæja, nú hættum við að eyða X mikilli upphæð í getnaðarvarnir unglina, en eyðum sömu upphæð í kennslu um skírlífi fyrir hjónaband. Þetta sló nú ekki alveg í gegn hjá vinstri sinnaða saumaklúbbnum. Talað var um hægri öfgar, mannréttindabrot og allan þann pakka.
Það er alveg greinilegt að vinstri menn vilja eins og áður sagði hafa umræður í gangi ef að þeir geta stjórnað þeim en ef á annað borð einhver er með aðra skoðun þá er sú skoðun hvað eftir annað máluð upp sem öfgar, mannréttindabrot, þröngsýni, afurhaldssemi og svo frv.
Rétt er að taka fram að ritstjórn Íhald.is hefur ekki lýst sig andsnúna hjónaböndum samkynhneigðra.
Það sem hér er skrifað að ofan er skrifað umræðunnar vegna.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr(a)simnet.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004