Mánudagur, 28. febrúar 2005
Mánudagspósturinn 28. febrúar 2005
Reynt var að fá það í gegn á flokksþingi Framsóknarflokksins um og fyrir helgina að lýst væri yfir stuðningi við að stefnt yrði að því að hefja aðildarviðræðar við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili eða því næsta. Einnig að vegna meintrar óljósrar framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar innan sambandsins væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan þess. Fleira mætti og nefna sem stuðningsmenn aðildar að Evrópusambandið reyndu að fá í gegn en voru gerðir algerlega afturreka með. Andstaðan meðal flokksmanna við aðildarviðræður við Evrópusambandið mun hafa verið gríðarlega mikil og þar á meðal voru lykilmenn í flokknum.
Aðildarsinnar urðu að lokum að sætta sig við ályktun í þeim efnum sem er í raun hvorki fugl né fiskur. Felur endanleg útgáfa hennar í reynd óbreytt ástand í sér í öllu sem einhverju máli skiptir. Má segja að samkvæmt henni muni framsóknarmenn bara halda áfram að ræða þessi mál sín á milli og velta fyrir sér hugsanlegum markmiðum Íslendinga í hugsanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið einhvern tímann í framtíðinni. Málið verði svo tekið aftur upp á næsta flokksþingi Framsóknarflokksins eftir tvö ár. M.ö.o. status quo. Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru eftir sem áður ekki á dagskrá hér á landi og alls ekki aðild sem slík.
Þó má auðvitað búast við því að íslenzkir Evrópusambandssinnar reyni að halda einhverjum haus eftir þessa útreið og gera einhverjar tilraunir til að túlka niðurstöðu flokksþings framsóknarmanna sér í hag. Það leynir sér þó ekki hvernig leikar fóru og sér í lagi ekki ef ályktunin sem samþykkt var að lokum er borin saman við fyrri tillögur að henni. Eða svo vitnað sé í frétt af málinu á Bylgjunni í gær sunnudag en þar sagði að stöðugur flótti hefði verið á meðal Evrópusambandssinna áflokksþinginu og að engu líkara væri en að þeir væru með sjö gíra aftur á bak eins og sagt hefði verið um ítalska herinn í síðari heimstyrjöldinni.
Niðurstaðan flokksþings Framsóknarflokksins um helgina er einfaldlega áfall fyrir íslenzka Evrópusambandssinna. Það sér hver maður. Uppskera þeirra er einfaldlega andspyrnu rýr ef einhver, þá ekki sízt miðað við það hvað lagt var af stað með í upphafi.
---
Frá því var greint í brezka viðskiptablaðinu The Business á dögunum að stórfyrirtæki með aðsetur í löndum Evrópusambandsins fjárfestu nú í auknum mæli fyrir utan sambandið. Þetta sýnir ný könnun sem gerð var af rannsóknarstofnuninni Goldman Sachs. Ástæðan er fyrst og fremst kæfandi reglugerðafargan innan Evrópusambandsins.
---
Og meira af Evrópusambandinu en mikill minnihluti spænskra kjósenda samþykkti fyrirhugaða stjórnarskrá sambandsins um þarsíðustu helgi. Þátttaka var þó afleit og tóku aðeins 42% Spánverja þátt í henniþrátt fyrir að spænsk stjórnvöld hafi reyntallt til að fá þá til að taka þátt og styðja stjórnarskrána. Af þeim tiltölulega fáu sem sáu ástæðu til að taka þátt samþykkti mikill meirihluti stjórnarskrána sem engum kom á óvart enda eru sagt að engin þjóð sé eins Evrópusambandssinnuð og Spánverjar.Að öðru leyti skal bent á afar skemmtilega frásögn af þessu máli á Vefþjóðviljanum.
---
Að lokum má nefna að í fréttum Ríkisútvarpsinsí gær sunnudag var talað um að deilur hefðu orðið innan Framsóknarflokksins á flokksþinginu um helgina með vegna kristinna gilda Hvítasunnumanna. Þetta er auðvitað vægast sagt furðulegt orðalag. Ber að skilja það sem svo að fréttamaðurinn telji Hvítasunnumenn vera þá einu sem aðhyllast kristin gildi?
Hjörtur J. Guðmundsson
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004