Leita í fréttum mbl.is

Þjakaðir, veikir og píndir

Íslendingar eru veikir, þjakaðir og píndir, og ástandið versnar dag frá degi, og er það valdnýðslu og einræðistilburðum núverandi stjórnvalda að kenna, ef marka má bakþanka fréttablaðsins í dag. Súsanna Svavarsdóttir skrifar þar sorgar pistil sem heitir ,,Slímseta guðanna”. Þar heldur hún ýmsu vafasömu fram. Það er eitt atriði sem ég vill sérstaklega taka fyrir. Súsanna kvartar yfir því að ríkisstjórnin hendi yfir okkur nýjum sköttum að geþótta, og nefnir sem dæmi væntanlegan nefskatt sem á okkur verður settur í þágu RÚV.

Nú vill svo til að núverandi ríkisstjórn hefur verið að lækka skatta, en ekki hækkað þá. Einnig er hún að afnema skatta, svo sem eins og eignaskattinn, sem fór hæst í 2,95% í valdatíð skattmannsins. (Einnig þekktur sem Ólafur Ragnar Grímsson, sem einnig átti stóran þátt í að koma á hinum alræmda matarskatti.)
Kemur það sérstaklega öldruðum til góða að eignarskatturinn sé lagður niður, þar sem þeir hafa oft litlar tekjur, en eiga hinsvegar sín eigin hús. Einnig er til dæmis búið að lækka erfðarfjárskatt úr allt að 45% í 5%. Ljóst er að bæði erfðafjárskattur og eignaskattur eru ósanngjarnir skattar, þar sem áður hafa verið borgaðir skattar af því sem látið er í arf, og menn borguðu skatta á þeim tíma sem eignamyndun þeirra átti sér stað. Nefskatturinn sem Súsanna nefnir sérstaklega sem dæmi um skattagleði ríkisstjórnarinnar kemur í staðinn fyrir afnotagjöld RÚV, og eftir því sem ég best veit verður sá skattur ekkert þungbærari en afnotagjöldin sem hann leysir af hólmi. Nú er verið að vinna að því að hækka barnabætur um 2400 milljónir, endurgreiðsluhlutfall námslána frá LÍN hefur verið lækkað, tekjuskattur hefur verið að lækka, og mun halda áfram að lækka. Persónuafslátturinn mun hækka um 8% til árins 2007, og skattleysismörk fara hækkandi, já núverandi ríkisstjórn er að ganga að okkur dauðum!

Eitt skemmtilegt dæmi hér í lokin varðandi skattamál.
Fyrir nokkru átti ég í rökræðum við vinkonu mína sem er vinstri sinnuð. (ein af þessum óháðu vinstrimönnum, og kýs Vinstri-græna eða Samfylkinguna eftir því sem við á hverju sinni.) Ég sýndi henni hvað ríkisstjórnin væri að gera í skattamálunum.
Hún sagði; ,,já já, þetta er voðalega flott, en það er eins gott að þeir standi við þetta. Ég er voða hrædd um að þeir geti breytt þessu með einu penna striki og hætt við þetta allt”.
Það sem er grátbroslegt við þessa yfirlýsinga hennar er að flokkarnir sem hún styður, eru á móti þessum skattalækkunum. Þannig að ef svo illa vill til að ríkisstjórnin skipti um skoðun og hætti við að lækka skatta, þá væri það einmitt vegna þess að ríkisstjórnin hefði tekið undir málstað flokkanna sem vinkona mín styður.

Já, það er stundum auðvelt að tala sig í hring.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband