Mánudagur, 3. janúar 2005
Norðmenn eru ekki á leið í ESB
Talið er afar ólíklegt að Evrópusambandsaðild verði tekin á dagskrá í Noregi á næstu árum. Ástæðan er ekki sízt stjórnmálalandslagið í landinu, en þrátt fyrir að tveir stærstu stjórnmálaflokkar Noregs, Verkamannaflokkurinn og Hægri flokkurinn, séu fylgjandi aðild þá eiga þeir ekki samleið í neinum öðrum stórum málaflokki.
Því er talið útilokað að þeir myndi ríkisstjórn saman og fyrir vikið ekki í kortunum að mynduð verði ríkisstjórn í Noregi að óbeyttu sem sett gæti aðild að Evrópusambandinu á dagskrá, enda allir hinir flokkarnir meira eða minna andsnúnir aðild.
Þingkosningar verða í Noregi á þessu ári en flestir virðast þó sammála um að Evrópumálin verði ekki eitt af aðalmálunum í kosningabaráttunni, þ.á.m. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra landsins. Norskir Evrópusambandssinnar hafa raunar lýst því yfir að þeir muni ekki mæla með því að Norðmenn sæki um aðild að Evrópusambandinu í þriðja skiptið nema það sé nokkuð öruggt að hún verði samþykkt.
Það yrði ekki gott fyrir þeirra málstað að þurfa að fara með þriðja nei-ið til Brussel,
en eins og kunnugt er hafa Norðmenn tvisvar hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæði, 1972 og 1994. Raunar virðist það vera nokkuð almenn skoðun í Noregi að ekkert vit sé í að sækja um aðild að sambandinu að nýju nema það endi örugglega með aðild.
Stuðningsmenn aðildar að Evrópusambandinu hafa yfirleitt verið í meirihluta í skoðanakönnunum upp á nokkur prósentustig í gegnum tíðina. Sjálfstæðissinnar hafa þó alltaf komizt með reglulegu millibili í meirihluta inn á milli, síðast í ágúst sl.
Hafa stjórnmálaskýrendur sagt í því sambandi að fylgi við aðild sé hvorki nógu mikið í Noregi nú né nógu stöðugt til þess að hægt sé að hugleiða nýjar aðildarviðræður af einhverri alvöru. Oft áður hafi verið mun meiri og stöðugari stuðningur við aðild en nú. Aðrir hafa bent á að í raun sé spurning hversu mikið skoðanakannanir, sem gerðar eru þegar engin sérstök barátta er í gangi á milli stuðningsmanna og andstæðinga Evrópusambandsaðildar, segi til um niðurstöðu hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið komi einhvern tímann til hennar.
Í því sambandi hefur t.a.m. verið bent á það hvernig leikar fóru í Svíþjóð á síðasta ári þegar kosið var um það hvort taka ætti upp evruna þar í landi eða ekki.
Þegar sænska ríkisstjórnin ákvað að setja málið í þjóðaratkvæði höfðu skoðanakannanir ítrekað sýnt að mikill meirihluti Svía styddi upptöku evrunnar. Síðan hófst barátta andstæðra fylkinga og niðurstaðan varð, eins og kunnugt er, að sænskir kjósendur höfnuðu evrunni með afgerandi hætti. Fleiri dæmi væru um slíka þróun mála.
Það sé því full ástæða til að fara varlega í það að draga of miklar ályktanir af skoðanakönnunum sem gerðar eru þegar ekki er virkilega verið að takast á um málið.
Hjörtur J. Guðmundsson
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004