Miðvikudagur, 22. desember 2004
Gleðileg jól Úkraína

Með nokkurri einföldum en jafnframt sanni má segja að Yanukovych þessi sé fulltrúi afturhaldsaflanna í landinu en mótframbjóðandi hans, Viktor Yushchenko leiðtogi stjórnarandstöðunnar vill stíga skref í átt til frelsis. Hann vill aukna samvinnu við vesturlönd á meðan Yanukovych vill líta meira til valdhafanna í Kreml.
Úkraína hefur aðeins búið við sjálfstæði í 13 ár, þ.e. frá því að Sovétríkin leystust upp.
Í landinu búa um 48 milljónir manna. Tæpur þriðjungur þeirra lifir undir fátæktarmörkum samkvæmt nýlegri skýrslu CIA. Samt eru í landinu miklar auðlindir, einkum í formi jarðefna, s.s. olíu og jarðgass svo dæmi séu tekin. Nánari upplýsingar um land og þjóð er að finna í fyrrnefndri skýrslu.
Fullvíst má telja að aukið frelsi í atvinnulífi og viðskiptum í landinu sé lykillinn að aukinni hagsæld líkt og annars staðar. Landið er enn að verulegu leyti í fjötrum ríkisforsjár sem eru leifar frá alræðistímanum. Þrátt fyrir breytt stjórnarform hefur gengið fremur hægt að breyta löggjöfinni til samræmis við lýðræðislegt skipulag.
Þó Viktor Yushchenko teljist sennilega ekki sérlegur hægrimaður á vestrænan mælikvarða verður að telja hann mun líklegri en andstæðing hans til að hrinda nauðsynlegum umbótum í framkvæmd. Það er því óskandi að Úkraínumenn beri gæfu til þess að kjósa rétt á sunnudaginn kemur og að engin brögð verði í tafli að þessu sinni.
Þorsteinn Magnússon
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004