Leita í fréttum mbl.is

Vangaveltur um vopn Íraka

Þegar Bandaríkjamenn fóru inn í Írak var því haldið fram að það væri hreinn fyrirsláttur að Írakar ættu gereyðingarvopn. Þær raddir eru nú enn háværari, þar sem minna hefur fundist af slíkum vopnum en menn gerðu ráð fyrir.

Árangursleysi vopnaleitarinnar er þó eilítið ýkt,
og ályktanirnar sem menn draga eiga það til að vera full sterkar.

Árið 1998 viðurkenndi Saddam Hussein að Írakar ættu eftirfarandi vopn:
- 3,9 tonn af VX taugagasi, auk þess áttu þeir 805 tonn af hráefni til þess
   að búa til VX taugagas.
- Írakar höfuð framleitt og flutt inn um 4000 tonn af efni til þess að framleiða    
   aðra tegund af taugagasi.
- Írakar höfðu framleitt 8500 lítra af miltisbrandi
- 500 sprengjur, með fallhlífabúnaði til þess að láta ýmsar tegundir af eiturgasi    
   og sýklavopnum síga til jarðar.
- 550 eldflaugaodda með sinnepsgasi.
- 107,500 umbúðir utan um efnavopn.
- 157 eldflaugar með sýklum.

Samkvæmt fyrirskipun frá Sameinuðu Þjóðunum var Saddam Hussein gert að eyða þessu vopnabúri sínu fyrir opnum tjöldum. Hann var ekki reiðubúinn til þess og í staðinn rak hann vopnaeftirlitsmenn úr landi.

Margir vilja meina að það hafi bara alls ekki verið nein efna-, sýkla eða gereyðingarvopn í Írak, nema ef vera kynni einstaka ,,fornminjar” frá stríðinu við Íran. Sá listi sem birtur er hér að ofan, er nú samt eilítið meira en einungis sakleysislegar stríðsminjar. Saddam hlýtur að hafa haft yfir þessu vopnabúri að ráða árið 2003, ef hann hafði það árið 1998, ekki gufar þetta upp og engar vísbendingar hafa enn komið fram um eyðingu vopnanna.

Bandaríkjamenn og Bretar héldu því einnig fram að Saddam væri hugsanlega að framleiða kjarnorkuvopn. Menn hrópa nú: ,,Lygi, ósvífni, olíugræðgi og illmenska í þágu heimsvaldastefnu Bandaríkjanna!”
Á sama tíma gefa menn því engan gaum þó að Bandaríkjamenn
hafi fundið 500 tonn af úrani rétt sunnan við Bagdad á árinu! (sjá frétt)

Þegar David Kay, fyrrum yfirmaður vopnaleitar Bandaríkjamanna í Írak sagði:
“We have found no stockpiles of forbidden weapons in Iraq,” rötuðu þau orð á forsíður allra blaða.
Nokkrum vikum síðar þegar nákvæmlega sami maður, David Kay, greindi frá því hvað hefði samt sem áður fundist í Írak við yfirheyrslur rannsóknarnefndar í október 2003, þótti það lítið spennandi fréttaefni.
Hvað varð til þess að David Kay var hættur að vera áhugaverður heimildarmaður?

Það myndi taka um tvær til þrjár blaðsíður að þylja allt upp sem maðurinn
sagði fundið í Írak, svo ég ætla aðeins að nefna örfá atriði:
Ég ætla að fá að hafa eina málsgrein á ensku:
They found equipment for "uranium-enrichment centrifuges" whose only plausible use was as part of a clandestine nuclear-weapons program. In all these cases, "Iraqi scientists had been told before the war not to declare their activities to the U.N. inspectors," the official said. (Bein tilvitnun í áðurnefnda frétt)

Í landinu voru rannsóknarstofur, sem einnig voru fangelsi. Opinberir írakskir starfsmenn, sem áttu að starfa með vopnaeftirliti Sameinuðu Þjóðanna, höfðu sérstaklega leynt þeim fyrir eftirlitinu.
Í þeim voru vísbendingar um tilraunastarfsemi með sýklavopn á mönnum.

Það fundust nýjar rannsóknir á margskonar sýklum, m.a. Brucella, Congo Crimean Hemorrhagic Fever. Athyglisverður er áhugi írakskra stjórnvalda á sýklum!
Sum skjöl og gögn sem fundust í þessu samhengi voru t.a.m. geymd undir vöskum
á einkaheimilum vísindamanna Íraksstjórnar.
Þetta hefur allt komið upp á yfirborðið en er ekki vinsælt að fjalla um.

Fundist hafa flaugar sem nefnast ,,drones”, sem drífa 500km lengra en en leyft var, og teikningar af flaugum (missiles), sem drífa 1000km, sem samstarfsfúsir Írakar hafa viðurkennt að hafa falið fyrir vopnaeftirlitinu.
Einnig voru augljós merki um skipulega eyðingu gagna og skjala.

Ef menn líta hlutlaust á málið, þá er ljóst að djörfustu fullyrðingar
Bandaríkjamanna og Breta hafa ekki staðist.
Það er hinsvegar alveg ljóst frá mínum bæjardyrum séð að Saddam átti til
sýkla- og efnavopn og ásetti sér að eignast kjarnorkuvopn.

Heimildir:
Weekly Standard, grein birt 10.nóvember 2003
“Deliver us from evil” eftir Sean Hannity, gefin út 2004 af ReganBooks, bls 159-161.
Og einnig langdregin frétt á worldnetdaily, en fróðleg – fyrirsögn hennar full djörf.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband