Föstudagur, 29. október 2004
Samtök herstöðvaandstæðinga, Jón og séra Jón
tíma sem vitað var af heræfingum rússneska herskipaflotans austur af landinu.
Ég var ekki einn um að koma á framfæri undrun
minni vegna þessa og í kjölfar þeirrar gagnrýni birtist ályktun frá Samtökum herstöðvaandstæðinga, hinum svokölluðu friðarsinnum, um málið. Sú ályktun barzt þó ekki fyrr en eftir að áðurnefnd gagnrýni hafði birzt,
bæði í blöðum og á netinu, og eftir að rússnesku skipin höfðu yfirgefið íslenzku lögsöguna. Þá hafði íslenzkur almenningur vitað um veru skipanna við landið í rúma viku, enda málinu gerð góð skil í hérlendum fjölmiðlum.
En ekkert heyrðist sem sagt frá hinum meintu friðarsinnum sem alla jafna hlaupa upp til handa og fóta ef fréttist af komu herskipa á vegum NATO til landsins, ekki sízt ef um er að ræða heræfingar við landið á vegum bandalagsins. Þá mæta menn galvaskir í hvaða veðri sem er með tilheyrandi mótmælskilti og mótmæla veru þessara stríðstóla við Ísland, þá gjarnan fyrir utan bandaríska sendiráðið eða á Austurvelli. En ekkert slíkt var hins vegar uppi á teningnum núna. Engin mótmæli voru skipulögð fyrir utan rússneska sendiráðið eða á Austurvelli. Og ályktun um málið var ekki send út fyrr en skipin voru farin, mörgum dögum eftir að vitað var af þeim og eftir að framganga hinna meintu friðarsinna í málinu hafði verið harðlega gagnrýnd.
Umrædd ályktun Samtaka herstöðvaandstæðinga snerist reyndar ekkert um veru rússnesku herskipanna við Ísland sem slíka. Það er ekki að sjá af ályktuninni að vera þeirra við landið hafi valdið forystu samtakanna einhverju hugarróti. Jafnvel þó menn hafi lengi vel í raun ekki vitað hvað skipin voru nákvæmlega að gera þarna og hvað þá svona nærri landi. Nei, ályktun Samtaka herstöðvaandstæðinga snerist aðeins um hugsanlega umhverfishættu vegna þess að einhver rússnesku skipanna kynnu að hafa kjarnorkuvopn um borð og að eitt þeirra væri kjarnorkuknúið. Af því hafði forysta herstöðvaandstæðinga áhyggjur og öðru ekki ef marka má ályktun hennar. Þeim hefur sem sagt að öðru leyti legið í léttu rúmi þó rússnesku herskipin væru við landið.
Maður getur því ekki annað en spurt sig hvað hefði verið uppi á teningnum ef um hefði verið að ræða herskip frá NATO? Ef marka má fyrri viðbrögð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna komu skipa frá NATO til landsins hefðu þeir vafalaust staðið fyrir mótmælum af því tilefni. En það skiptir greinilega öllu máli hvort um er að ræða Jón eða séra Jón í þeim efnum að mati þeirra herstöðvaandstæðinga.
Hjörtur J. Guðmundsson
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004