Fimmtudagur, 23. desember 2004
Ritstjórnarviðhorf - Óþarfa afskipti Samkeppnisstofnunar
Í dag birtist frétt í Fréttablaðinu þess efnis að Samkeppnisstofnun hefði farið þess á leit við forsvarsmenn Smáralindar að þeir hættu að birta auglýsingu þar sem barn syngur jólalag umvafið jólaseríu sem kveikt var á, ,,svo ekki þyrfti að koma til frekari afskipta stofnunarinnar" eins og segir í fréttinni. Samkeppnisstofnun ákvað að blanda sér í málið eftir að hafa fengið ábendingu frá Herdísi Storgaard, verkefnisstjórna barnaslysavarna Lýðheilsustöðvar (já, það opinbera embætti er til).
Sigurjón Heiðarsson hjá Samkeppnisstofnun sagði að auglýsingin væri talin stangast á við ákvæði í samkeppnislögum sem varðaði meðal annars hugsanleg áhrif auglýsinga á börn. Þannig er nú það. Auglýsingin er talin stangast á við hugsanleg áhrif á börn.
Ekki er öll vitleysan eins. Við vitum auðvitað öll að foreldrar eru ekki í stakk búnir að passa börnin sín og flest börn á Íslandi er einmitt það vitlaus að þau vefja sig inn í jólaseríu og kveikja á henni við minnsta tilefni.
Hafa ber í huga að Samkeppnisstofnun er sú stofnun sem mest hefur kvartað undan peningaleysi til að sinni ,,mikilvægum" verkefnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur tekið undir í grátkórnum og sagt að efla beri stofnunina til muna og hana megi ekkert skorta.
Ég legg til að Samkeppnisstofnun (fyrst hún er á annað borð til) taki sér fyrir hendur eitthvað annað en að eyða tíma í að hóta verslunareigendum ef þeir birta ,,rangar" auglýsingar og ef þeir gleyma að verðmerkja vöru rétt og svo frv.
Gísli Freyr
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004