Sunnudagur, 27. febrúar 2005
Ritstjórnarviðhorf - Leigubílar og textagerð
Þetta er gott átak samgönguráðherrra. Það er gott að ríkið skuli vera að létta af boðum og bönnum. Það er auðvitað út í hött að setta hafi verið reglur um að akstur leigubílstjóra til að byrja með. En það má nú vel vera einhver góð og gild ástæða fyrir því. Það get ég ekki dæmt um. En þessi breyting var löngu tímabær. Eins og alltaf er einhverjir á móti þessu. Örfáir leigubílstjórar hafa látið í sér heyra vegna þessa. Þeir vilja meina að nú sé verið að ryðjast inn á ,,þeirra svæði."
Orðin dæma sig sjálf og gaman væri að vita hver hefði gefið þeim þetta ákveðna svæði þeirra.
Út í annað. Núna áðan (sunnudag) var ég að flétta á milli stöðva svona til að drepa tímann áður en leikur Liverpool og Chelsea byrjaði. Það er svo sem ekki frásögu færandi nema að því leytinu til að ég rakst á þátt um nokkra unga vísindamenn sem höfðu tekið sig til og hellt rauðri málningu yfir ísjaka og ætluðu sér svo að fylgjast með hreyfingum og hugsanlegur ferðalagi jakans. Þetta fannst þeim spennandi og rosalega gaman. Gott og vel.
Í lok þáttarins er haft eftir einum af ungu mönnunum (sem var danskur) ,,Det er bedre en Sex!" og átti hann þá væntanlega við spenninginn að klífa upp á ísjakann og hella yfir hann málningu.
Nema hvað. Þetta var á íslenskri stöð og því skylt að þýða allt erlent tungumál. Það var ekkert verið að skafa af hlutunum heldur var setningin þýdd á þennan hátt, ,,þetta er sko betra en að ríða!" (ath. ekki mín eigin orð)
Og hvaða sjónvarpsstöð ætli þetta hafi verið. Popp-Tívi? Nei. Skjár Einn? Nei. Stöð 2? Nei. Nei þetta var sko RÚV kl. 15 á sunnudagseftirmiðdegi, menningarstólpur Íslands. Það er gott að hin ríkisrekna sjónvarpsstöð skuli gæta þess að allir fái eitthvað við sitt hæfi og haldin sé verndarhendi um menninguna. Að sama skapi er auðvitað nauðsynlegt að þýða alla hluti. Já já.
Velunnarar RÚV hafa einmitt haft þau orð uppi að ef RÚV sinnir ekki skyldu sinni um þýðingar á erlendu tungumáli og sjái einnig til þess að menninginareftirspurninni sé fullnægt, þá geri það enginn.
Gisli Freyr
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004