Miðvikudagur, 15. júní 2005
Jean Monnet og hugmyndin um Bandaríki Evrópu

Frakkinn Jean Monnet (1888-1979) er gjarnan kallaður arkitekt Evrópusamrunans eins og þeir þekkja sem kunnugir eru forsögu Evrópusambandsins. Monnet var helzti hvatamaður þess að fyrsta skref Evrópusamrunans var tekið árið 1951 með stofnun kola- og stálbandalagsins á milli Frakklands, Vestur-Þýzkalands, Belgíu, Hollands, Ítalíu og Lúxemburg. Hann var síðan skipaður fyrsti forseti yfirstjórnar bandalagsins, sem má í raun segja að hafi verið nokkurs konar forveri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Monnet lét ekki þar við sitja og hélt áfram að vinna að auknum samruna á milli þeirra ríkja sem stofnuðu kola- og stálbandalagið auk þess sem fleiri Vestur-Evrópuríkjum var boðin aðild að því. Árið 1955 stofnaði hann samtök sem hann kallaði Action Committee for the United States of Europe sem lagði línurnar fyrir þróun kola- og stálbandalagsins yfir í að verða að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag.
Allt starf sitt byggði Monnet í raun á þeirri sannfæringu sinni að það sem valdið hefði tveimur heimstyrjöldum í Evrópu hafi verið sjálfstæði og fullveldi ríkja álfunnar. Það væri því lykilatriði að hans mati fyrir því að tryggja friðinn í Evrópu að afnema í raun fullveldi þeirra steypa þeim saman í eitt sambandsríki hliðstæðu við Bandaríki Norður-Ameríku.
Margir líta einmitt svo á að það sé Evrópusambandinu að þakka að ekki hafi orðið stríð í Vestur-Evrópu í meira en hálfa öld. Það sjónarmið er þó vægast sagt umdeilt og eru þeir ófáir sem telja t.a.m. að ástæður þess séu fyrst og fremst Atlantshafsbandalagið, kalda stríðið og tilvist hins sameiginlega óvinar í austri á meðan á því stóð. Sjálfur er ég þar á meðal.
En hvernig sem þau mál nú annars eru þá vil ég að lokum, þá einkum í tilefni af þeirri stjórnmálakreppu sem Evrópusambandið er í um þessar mundir eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins, nefna til sögunnar tvær áhugaverðar tilvitnanir í Monnet:
"Europe's nations should be guided towards the superstate without their people understanding what is happening. This can be accomplished by successive steps each disguised as having an economic purpose, but which will eventually and irreversibly lead to federation." (Jean Monnet, 30. apríl 1952)
"There will be no peace in Europe, if the states are reconstituted on the basis of national sovereignty ... The countries of Europe are too small to guarantee their peoples the necessary prosperity and social development. The European states must constitute themselves into a federation ..." (Jean Monnet, 5. ágúst 1943)
Þessar mjög svo fróðlegu tilvitnanir sýna vel bæði það að markmið upphafsmanna Evrópusamrunans var sambandsríki strax í byrjun og að Monnet lagði strax grunninn að ólýðræðislegu eðli Evrópusambandsins um að byggja upp umrætt sambandsríki smám saman þannig að almenningur í þeim ríkjum sem í hlut ættu tæki ekki eftir því og að sem allra minnst þyrfti að hafa hann með í ráðum.
Það er heldur ekki annað að sjá en að þeir sem verið hafa í forystu fyrir Evrópusambandið og forvera þess í gegnum tíðina hafi fylgt þessari aðferðafræði svo um munar og bendir ekkert til þess að látið verði af þeirri háttsemi.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
Breytt 6.10.2006 kl. 13:19 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004