Leita í fréttum mbl.is

Börn í stríði

Það er 15. mars 2004. Þú ert ísraelskur hermaður og vinnur við að leita á fólki þegar það vill fara yfir landamærin til Ísraels. 11 ára drengur er næstur í röðinni. Þú leitar á honum, og finnur að hann er með sprengju innanklæða. Drengurinn verður gersamlega frávita af ótta. Þú kallar á auka mannskap, og einn þeirra flýtir sér að taka sprengjuna úr sambandi. Strákurinn róast strax. Við yfirheyrslur kemur í ljós að hann átti að fara með sprengjuna til konu sem stödd var hinumegin við landamærin. Hinsvegar ætlaði ,,samstarfsmaður” drengsins að gangsetja sprengjuna með farsíma, ef að svo óheppilega vildi til að hann yrði gómaður í hliðinu, til þess að drepa nærstadda hermenn, og um leið drenginn. Sem betur fer áttaði einn vörðurinn sig fljótt og aftengdi sprengjuna í tæka tíð. Þú ferð í háttinn, sáttur við að vera á lífi. Viku seinna gómar þú 14 ára stelpu...

Þetta gerðist í alvöru. Börnum Palestínumanna er otað í fremstu víglínu í stríði þeirra við Ísraela. Börn aðstoða ekki bara við smygl, heldur taka þátt í öllum mögulegum ofbeldisaðgerðum og eru oft vel vopnuð. Palestínsk börn eru þjálfuð upp af Heimastjórn Palestínumanna til að bera vopn, skjóta og fara í stríð. Þetta er hreinlega grátleg meðferð á börnum, þau eiga betra skilið. Hér er hægt að lesa um það hverslags uppfræðslu börn fá í Palestínu. Einnig er hægt að skoða það barnaefni sem börnum er boðið upp á af palestínsku heimastjórninni hér. Þeir sem senda börn sín í stríð, bera ábyrgð á dauða þeirra.

Palestínumenn hljóta meiri fjárhagsaðstoð en nokkur þjóð í heiminum. Það væri vel til fundið að verja hluta þess fjár til þess að ráða fullorðna málaliða til að sjá um þau ódæðisverk sem falin eru börnum. (Enn betra væri einfaldlega að nota eitthverjar krónur í uppbyggingu, en stór hluti fer í vasa spilltra manna.)

"Að láta börn taka þátt í vopnuðum átökum er ólíðandi. Við skorum á leiðtoga Palestínumanna að hætta slíku."
-Amnesty International

"We can forgive the PLO Arabs for killing our children. We cannot forgive them for forcing us to kill their children."
-Golda Meir 1972

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband