Leita í fréttum mbl.is

Hringlandaháttur allra flokka

kompasEftir umræður gærdagsins í pólitíkinni er ekki skrýtið að maður sé ef til vill ringlaður. Samfylkingin byrjaði daginn á því að skammast út í ríkisstjórnina fyrir lélegt fjárlagafrumvarp (að þeirra mati). Allt í einu er vinstri sósíalistaflokkurinn farinn að skamma hægri (stundum sósíalistaflokkinn) fyrir að hafa aukið útgjöld ríkissins allt of mikið. Þetta er reyndar alveg rétt. Eins og marg oft hefur komið fram hér hjá þessu vefriti og öðrum góðum hægri vefritum hafa ríkisumsvif og ríkisútgjöld aukist allt of mikið síðastliðinn áratug.

En Samfylkingin var auðvitað með lausn á þessu. Auka ríkisútgjöld (þó bara til ákveðinna hópa). Ingibjörg Sólrún hefur einmitt góða reynslu af rekstri hins opinbera þannig að það hlýjar manni um hjartarætur að hún vilji beina ríkinu á sömu braut og Reykjavíkurborg á síðasta áratug. Þar voru eins og allir vita greiddar niður skuldir í stórum stíl, skattar lækkaðir svo um munar og allur fjármálarekstur til fyrirmyndar. Það er einmitt þess vegna sem útsvarsgreiðendur greiða hæsta mögulega útsvar í Reykjavík.

Nei, auðvitað er Ingibjörg Sólrún og félagar hennar í Samfylkingunni ekki líkleg til stórræða í ríkisstjórn. Það er alveg vitað fyrirfram að það mun hægja verulega á góðæri komist hér á vinstri stjórn. Sem betur fer hefur þó aldrei verið vinstri stjórn heilt kjörtímabil.

En nóg um það. Hringlagaháttur Samfylkingarinnar skýrir sig sjálfur. Hins vegar er full ástæða til að minna forystu Sjálfstæðisflokksins á fyrir hvað flokkurinn á að standa.

Bæði forsætis- og fjármálaráðherra hafa kynnt með stolti að um 15 milljarða tekjuafgangur eigi að verða af rekstri ríkissins á næsta ári. Það er gott, þ.e.a.s. það er gott að ríkið er ekki rekið með halla eins og Reykjavíkurborg, en það segir okkur líka að ríkið hefur of miklar tekjur. Bæði eru skattar of háir auk þess sem ýmiss gjöld s.s. tollar og vörugjöld eru of há. Og að sjálfsögðu boðuðu forsvarsmenn hægri flokksins skattalækkanir og lækkun á gjöldum... Nei ekki aldeilis.

Nú á að hætta við að hætta við að eyða pening. Já, fyrr á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin að beðið yrði með ýmsar framkvæmdir til að hægja á þenslunni. Nú telur ríkisstjórnin að þenslan sé ekki svo mikil og því sé óhætt að fara að eyða aftur.

Flokkurinn eru búinn að boða svik á kosningaloforði. Ætlar flokkurinn að fara inn í kosningavetur eyðandi fjármagni almennings? Er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að vera hægri flokkur? Kannski að nýr framkvæmdarstjóri flokksins bregðist við og snúi flokknum lengra til hægri aftur?

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr(a)simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband