Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin, talsmenn umbóta í landbúnaði?

osisgSamfylkingin lagði það til á dögunum að verndartollar á matvælum yrðu lagðir niður. Það er afbragðs góð hugmynd. Ef að Samfylkingin kemst í ríkisstjórn eftir næstu kosningar mun ég heimta að loforð þetta komist í framkvæmd.

Formaður Bændasamtakanna brást illur við þessum hugmyndum, og sagði að þetta myndi þýða endalok íslensks landbúnaður. Ingibjörg Sólrún var ekki sammála þessu og sagði forræðishyggju og miðstýringu vera helsta mein íslensk landbúnaðar, og aftur hittir Ingibjörg naglann á höfuðið.

Samfylkingin er því orðinn einn helsti talsmaður raunverulegra umbóta í íslenskum landbúnaði. Hins vegar verða hægrimenn að setja einn varnagla við umbóta stefnu Samflykingarinnar. Það vill nefnilega svo til að Samfylkingin er einn helsti stuðningsflokkur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Evrópusambandið er eitt “landbúnaðar miðstýringar forræðishyggju framsóknar skrímsli”. Hvorki meira né minna en 46% að fjárlögum sambandsins renna í landbúnðainn. 46%!. Fyrr má nú rota en dauðrota. Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins kæmi skattgreiðendum á Íslandi ekki vel.

Sindri Guðjónsson
sindri79(a)gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband