Mánudagur, 25. september 2006
Kaupa múslimar Jótlandspóstinn?
Fyrr í þessum mánuði hvatti Ekmeleddin Ihsanoglu, framkvæmdastjóri samtakanna Organization of the Islamic Conference (OIC), auðuga múslima til þess að fjárfesta í vestrænum fjölmiðlum í því skyni að hafa áhrif á það hvernig þeir fjölluðu um íslam. Ráðstefna þessi fór fram í Sádi-Arabíu og hana sóttu einkum ráðherrar og aðrir embættismenn frá aðildarríkjum samtakanna. "Íslamskir fjárfestar ættu að setja fé sitt í stóru fjölmiðlafyrirtæki heimsins svo þeir geti haft áhrif á stefnu þeirra í gegnum stjórn þeirra," sagði Ihsanoglu og bætti því við að íslömsk ríki ættu að starfrækja sjónvarpsstöðvar á ensku til þess að breyta áliti heimsins á íslam.
OIC eru stærstu samtök múslima í heiminum með 57 aðildarríki innanborðs. Þann 7. desember á síðasta ári fordæmdu þau dönsk stjórnvöld fyrir að neita að beita sér gegn meintri andúð á múslimum í dönskum fjölmiðlum eftir að Jótlandspósturinn hafði birt 12 teikningar af Múhameð. Á blaðamannafundi í Jeddah 28. janúar sl. gagnrýndu samtökin dönsk stjórnvöld aftur harðlega fyrir að hafa ekki beðist afsökunar á teikningunum. "Dönsk stjórnvöld hafa, með því að verja dagblaðið og neita að ritskoða það með ótvíræðum hætti, hvorki þjónað hagsmunum tjáningarfrelsisins né stuðlað að framgangi markmiða fjölmenningarhyggjunnar, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. Dönsk stjórnvöld hefðu átt að fordæma teikningarnar skilyrðislaust," sagði Ihsanoglu af því tilefni.
Framkvæmdastjórinn fagnaði ennfremur diplómatískum aðgerðum íslamskra ríkja gegn Danmörku og sagði að reiðin gegn landinu endurspeglaðist í því að múslimar sniðgengu danskar vörur. "Ef þeir hafa tjáningarfrelsið, þá hafa múslimar frelsi til að velja," sagði hann og aukinheldur að dönsk stjórnvöld "hefðu það ábyrgðarhlutverk að hafa stjórn á slíku efni sem æsti upp hatur og óumburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum." Nú er s.s. hugmyndin að tryggja að vestrænir fjölmiðlar flytji aðeins fréttir sem múslimar eru sáttir við. Kaldhæðnin í þessu er hins vegar sú að helztu fjölmiðlar Vesturlanda gætu ekki verið meira undirgefnir múslimum en raunin er nú þegar.
Spurningin er hins vegar sú hvort Jótlandspósturinn muni verða fyrsta vestræna dagblaðið sem verður keypt og endanlega þaggað niður í gegnum íslamskt eignarhald?
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is
(Birt áður á ensku á The Brussels Journal)
Meginflokkur: Mið-austurlönd | Aukaflokkur: Hjörtur J. | Breytt 27.4.2007 kl. 22:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004