Föstudagur, 30. júní 2006
Lítið fylgi við sósíalsima ... sem betur fer
Fylgi Samfylkingarinnar mælist samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins aðeins um 24%. Eg segi aðeins, af því að þegar Samfylkingin var stofnuð átti flokkurinn að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Þessar tölur hljóta því að vera nokkur vonbrigði fyrir Samfylkinguna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með töluvert meira fylgi en Samfylkingin eða 42% fylgi. Nú er það ekki venja mín að láta stjórnast af skoðanakönnunum, en þær gefa vissulega hugmynd um stöðu mála.
En af hverju er fylgi sósíalistaflokksins svona lítið? Kunnur stjórnmálamaður hafði orð á því að þegar þjóðinni gengi illa væri fylgi vinstri flokkanna hátt, en þegar þjóðinni gengi vel væri fylgi vinstri flokkanna lítið. Það er að koma á daginn núna. Samanlagt fylgi vinstri flokkanna á Íslandi er minna en Sjálfstæðisflokksins, eða 39% samkvæmt fyrrnefndri könnun.
Varla þarf að minna á að þegar skipt var um formann í Samfylkingunni fyrir rúmlega ári síðan var stefnan auðvitað að auka fylgi flokksins. Undir forystu Össurar Skarphéðinssonar hafði flokkurinn fengið um 31% fylgi í Alþingiskosningum vorið 2003. Ingibjörg Sólrún átti reyndar að vera forsætisráðherraefni flokksins en forystumenn flokksins virtust alveg gleyma því að ekki væri kosið til forsætisráðherraembættis. En ekki meira um það.
Helsta ástæða fyrir litlu fylgi við Samfylkinguna er kannski stefnuleysi formannsins Ingibjargar Sólrúnar. Það er alveg sama hvaða mál hafa komið upp síðastliðin vetur en nú í sumar, stefna hennar er alltaf sú sama: Engin. Ingibjörg Sólrún er eins og gömul plata. Í hvert skipti sem upp koma ,,heit mál í þjóðfélagsumræðunni er svar hennar það sama eða eitthvað á þessa leið, ,,þessi ríkisstjórn er stefnulaus í þessu máli, ,,valdaþreyta einkennir stjórnina, ,,þessi ríkisstjórn ætti að segja af sér.
Nú býst ég auðvitað ekki við því að Ingibjörg Sólrún sé eða verði helsti stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar. En þegar stjórnmálaumræðan fer í gang hefur hún oftast ekkert annað til málanna að leggja annað en persónuleg skítköst og fyrrnefndar upphrópanir. Því miður hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tekið þetta upp eftir henni eins og fram hefur komið áður. Samfylkingin hefur ekkert til málanna að leggja í öryggis og varnarmálum og því miður hefur annars hinn ágæti þingmaður og fyrrverandi formaður, Össur Skarphéðinsson, tekið upp þessa takta eins og fram kom hér.
Dagur B. Eggertsson beitt sömu taktík í borgarstjórnarkosningum. Hann sparaði ekki stóru orðin um Sjálfstæðisflokkinn og frambjóðendur hans. Hann talaði eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við völd s.l. 12 ár í Reykjavík.
En af hverju fjallar Íhald.is um slæmt fylgi Samfylkingarinnar. Jú, það er gott mál ef sósíalistaflokkar eins og þarna um ræðir ná ekki miklum áhrifum í landinu. Íslendingar hafa það allra jafna nokkuð gott og virðast styðja við bakið á þeim flokkum sem eru líklegir til að viðhalda stöðugleika, auka frelsi einstaklingsins, lækka skatta og minnka ríkisafskipti, auka viðskiptafrelsi sem síðan leiðir til meiri hagvaxtar og aukinnar velsældar fyrir alla landsmenn. Samfylkingin hefur ekkert af þessu á sinni stefnuskrá og því mun fylgi hennar vonandi ekki verða meira en síðasta skoðanakönnun segir til um.
Góða helgi...
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is
Meginflokkur: Vinstrimenn á villigötum | Aukaflokkar: Gísli Freyr, Stjórnmál - almennt | Breytt 27.4.2007 kl. 22:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004