Föstudagur, 23. júní 2006
Verkalýðsforingjar valda skattahækkunum
Dagurinn í gær var sorgardagur fyrir skattgreiðendur í landinu. Með hótunum um ofbeldi náðu um það bil 15 20 manns, sem af mismunandi ástæðum starfa í stjórnum verkalýðsfélaga og launþegasamtaka, að knýja ríkisstjórnina til að hækka tekjuskatt á næstum alla þá sem á annað borð borga skatta.
Af hverju segi ég hækka skatta? Jú, það er búið að festa í lög að tekjuskattsþrepið lækki um tvö prósent um næstu áramót. Það er sama ríkisstjórn og Stefán Ólafsson prófessor og einn af aðalhygmyndafræðíngum Samfylkingarinnar er hvað eftir annað búinn að saka um að skattpína allt og alla. En skattaprósentan lækkar aðeins um eitt prósent.
Eins og Vef-Þjóðviljinn bendir réttilega á í dag mun allir sem hafa yfir 150 þúsund krónur í mánaðarlaun borga meiri skatt á næsta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þegar efnt var til síðustu alþingiskosninga var loforð um 4% tekjuskattslækkun eitt stærsta kosningarmálið. Sósíalistar í landinu hoppuðu upp á afturlappirnar enda standa þeir fyrir háa skatta og mikil ríkisútgjöld. En með þeirri staðfestu sem þá ríkti hjá flokknum var ákveðið að standa fast við kosningaloforðið. En nú er það allt breytt. Ríkisstjórnin lætur þessa menn vaða yfir sig á skítugum skónum.
Það er reyndar búin að vera stefna Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ að koma í veg fyrir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar. Á ársfundi Starfsgreinasambandssins kom eftirfarandi fram í ávarpi formannsins, Ég held þó því miður við getum tæplega haldið því fram að þetta sé velferðarfrumvarp með félagslegum áherslum. Þetta stórkostlega tækifæri til að snúa við blaðinu og hreinlega þurrka út stærstu vankantana á velferðarkerfinu er notað til að færa þeim meira sem mest hafa, með því að útfæra illa tímasettar skattalækkanir þannig að hátekjufólkið fær mest. Rétt er að minna á að þetta er sami maður og hótaði að hafa áhrif á formannskjör í Samfylkingunni af því að honum líkaði ekki við þáverandi formann. Já, það er hægt að ná ýmisslegu fram með hótunum.
En það eru nokkur atriði sem vert er að skoða tengd þessu máli:
- Það er gjörsamlega óþolandi að örfáir aðilar geti sett hér allt á annan endann með hótunum. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna telja sig tala fyrir alla sína félagsmenn og virðast halda að allir séu þeim sammála. Þeir hóta verkfalli og allir virðast skjálfa. Sömu félög nýta sér fjölmiðla eins og þeir geta við að dreifa út ótta og skelfingu varðandi vinnumarkaðinn.
- Ríkisstjórnin á að standa við gefin loforð. Meirihluti launþega í landinu er með laun yfir 150 þúsund krónur á mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir lága skatta. Hann hefur gert það hingað til. Burtséð frá þeirri vitleysu að hækka barnabætur upp í 18 ár þá á ekki að svíkja loforðin um skattalækkun.
- Það er hægt að finna aðrar leiðir til að mæta auknum útgjöldum ríkisstjórnarinnar. Af hverju fer forsætisráðherra ekki fram á sparnað annars staðar í ríkisrekstrinum? Ef hverju þurfa skattgreiðendur að borga fyrir aumingjaskap ríkisstjórnarinnar? Ég myndi gjarnan vilja vita hvort það hafi komið til umræðu hjá ríkisstjórninni að fara fram á innri sparnað hjá hinu opinbera.
- Nú er einnig tækifæri til að setja lög um að vinnuveitandi sýni á launaseðli hvernig hann greiðir skatta launþega. Eins og áður hefur verið bent á hér á þessari síðu er tekjuskattur og útsvar ekki það sama. Af hverju beina forsvarsmenn verkalýðsfélaga ofbeldi sínu (hótunum) aldrei gegn sveitafélögum. Flest sveitafélög á landinu eru með útsvar sitt í botni, þ.e. eins háa skatta og leyfilegt er. Allur kostnaður hins nýja fáránlega samkomulags lendir á ríkinu.
- Forsvarsmenn félagssamtaka ættu að upplýsa um sín eigin laun og kjör. Flestir þeirra eru með um átta til tíföld verkamanna laun. Flestir af þeim eru með jafn há eða hærri laun en ráðherrarnir sem þeir vilja skerða kjörin hjá.
- Það ætti að skoða tengsl verkalýðsleiðtoganna við stjórnmálaflokka. Ef að Grétar Þorsteinsson gat beitt hótunum um að hafa áhrif á formannskjör í Samfylkingunni hlýtur hann að hafa áhrif þar núna þar sem formaður að ,,hans skapi er kominn til valda.
- Þessi útgjöld koma aðeins fáum til góða. Þetta gagnast engann veginn barnlausu, ungu fólki sem ekki á húsnæði. Þetta gagnast fólki með meðallaun, börn og húsnæði lítillega. Þau borga bara hærri skatta í staðinn. En þeir sem eru með yfir 150 þúsund á mánuði eiga víst engan málsvara. Þeir hafa kannski talið hingað til að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki skattpína þá en þær vonir brustu í gær.
- Gefa á aðild að verkalýðsfélögum frjálsa. Það er fáránlegt að nokkrir menn skuli semja fyrir mörg þúsund manns og geta haldi bæði ríkisstjórn og félagsmönnum í gíslingu. Auðvitað væri rétt að leggja þessi félög niður.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is
Meginflokkur: Skattamál | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 22:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004