Miðvikudagur, 24. maí 2006
Skítkast Hallgríms (Samfylkingarinnar)
Hallgrímur Helgason skrifaði grein á Visi.is í fyrradag. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema af því að Hallgrímur gerir lítið annað þessa dagana nema endurvarpa biturð sinni gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Nú er Davíð Oddsson hættur í stjórnmálum og hina svörtu biturð tekur Hallgrímur út á Birni Bjarnasyni. Við skulum nú vona að Björn fari ekki að hætta líka til að Hallgrímur missi ekki sjónar á tilgangi lífsins.
Einu sinni sagði maður við mig að biturð væri eins og krabbamein. Ef ekkert væri gert dreyfði hún sér og drægi mann að lokum til dauða. Þessi ágæti maður átti að sjálfsögðu við sálarlega en ekki líkamlega.
En grein Hallgríms er ekki þess virði að vitna í eða endurtaka. Hún dæmir sig sjálf. Helst er að vorkenna svona manni og þeim sem umgangast hann. Honum hlýtur að líða illa og þurfa einhvers konar hjálp.
En það sem vekur furðu mína er að Samfylkingin í Reykjavík setti greinina inn á vef sinn. Á forsíðu undir ,,helstu mál. Já, já beint inn forsíðu vefsins, með grein eftir formanninn og aðra þingmenn.
Þýðir þetta að biturð og nöldur Hallgríms sé hluti af skoðun og stefnu flokksins. Er ,,martröð eða ,,ímyndun Hallgríms Helgasonar eitthvað sem kemur til með að móta stefnu Samfylkingarinnar?
Þetta er það sem einkennir Samfylkinguna undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Ég hef áður skrifað um hlutverk Ingibjargar í íslenskum stjórnmálum. Maður sannfærist með hverjum deginum hversu ómögulegur stjórnmálamaður hún er að öllu leyti. Eftir að hafa lagt fjárhag Reykjavíkurborgar í rúst fannst Ingibjörgu Sólrúnu tilvalið að snúa sér að ríkinu enda allt meira og minna í lagi þar fjárhagslega og því nóg fyrir hana að gera. Allt í nafni umræðu og lýðræðis auðvitað.
Ingibjörg Sólrún hefur EKKERT lagt af mörkum í stjórnmálaumræðu eða stefnu á Íslandi síðan hún var kosinn formaður Samfylkingarinnar. Hún er hins vegar fyrsta manneskja til að segja ,,hvað hefði átt að gera þegar einhver telur eitthvað vera að í þjóðfélaginu. Hvað er annars að frétta af framtíðarhópnum sem Ingibjörg átti að leiða fyrir þremur árum? Hvar er utanríkisstefna Samfylkingarinnar? Nær hún út fyrir aðild Íslands að ESB? Eða á Brussel að sjá um ÖLL okkar utanríkismál? Hver er stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum? Fyrir kosningarnar 2003 talaði Ingibjörg í hringi í þeim málum? Það eina sem hún skipti ekki um skoðun á var að taka kvótann af þeim sem eiga hann í dag.
Hvar er skattastefna Samfylkingarinnar? Þar talaði Ingibjörg líka í hringi. Það eina sem hún stóð föst á var að hækka skatta á efnameira fólk þar með skattþrepum.
Nú er það ekki svo að mig langi sjá Ingibjörgu eða Samfylkinguna ganga vel í stjórnmálum. Á meðan þjóðinni gengur vel gengur Samfylkingunni illa og það er ágætt. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að þegar Ingibjörg og Samfylkingin eru stefnulaus eins og nú er þá tekur skítkastið við. Þá fer flokkurinn að birta drullusvaðsgreinar eftir Hallgrím Helgason gegn Sjálfstæðisflokknum eða einstaka fyrrverandi og núverandi flokksmeðlimum.
Rétt er að taka fram að skoðun mín á Ingibjörgu Sólrúnu er pólitísk en ekki persónuleg. Ólíkt skoðunum hennar og Hallgríms á Davíð Oddssyni eða Birni Bjarnasyni. Enda virðist fylgi flokksins vera í takt við það.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is
Meginflokkur: Vinstrimenn á villigötum | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 22:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004