Miðvikudagur, 3. maí 2006
'O' Allah, make America stronger!
Það er orðið hálf leiðinlegt að horfa upp á áróðursstríð fjölmiðla gegn aðgerðum bandamanna í Írak. Það virðist nóg að hurfla sig í átökum á svæðinu til að það rati í heimsfréttirnar. Daglega segja fjölmiðlar okkur eitthvað nýtt og neikvætt.
Það er greinilegt að það skortir verulega upp á viljann til að flytja jákvæðar fréttir í bland við þær neikvæðu. Af nógu er að taka. Ég get nefnt dæmi.
Það er t.d. ánægjulegt, og til marks um aukna hagsæld og frelsi, að þrefalt fleiri Írakar eiga nú bíla en fyrir innrásina árið 2003.
Tekjur smáfyrirtækja í eigu Íraka hafa aukist um 300% frá því sem var fyrir innrás.
100 nýjar frjálsar sjónvarps- og útvarpsstöðvar hafa tekið til starfa. Þetta hefur orsakað verulega aukið framboð af fréttaefni og afþreyingu. Áður réð Uday Hussein öllu um fjölmiðla í landinu.
Lengi vel var því statt og stöðugt haldið fram á öldum ljósvakans að ríflega 100.000 óbreyttir borgara hefðu fallið frá byrjun innrásarinnar í Írak. Það er hins vegar búið að sýna fram á það að heildarmannfall í vopnuðum átökum er ekki nema 40.000. Það hljóta nú að teljast góðar fréttir? Það þýðir að færri deyja nú í Írak vegna ofbeldis en gerðu í stjórnartíð Saddams (1979-2003), þegar 1,3 milljónir Íraka létu lífið (stór hluti í stríðinu við Írani reyndar).
Það hefði nú verið gaman, ef birtar hefðu verið niðurstöður Gallup könnunar sem sýndi að yfir 90% Kúrda eru ánægðir með og hugsa hlýtt til George W. Bush.
Ég las eina merkilega frétt frá Kuveit um daginn. Blaðið Al-Siyasah sagði frá því þann 6. júní 2005 að klerkur nokkur Nabil al-Awadi að nafni, hafi flutt ræðu gegn Bandaríkjamönnum á föstudags bænasamveru í mosku í suðurhluta Al-Surrah. Söfnuðurinn var hins vegar ekki í skapi fyrir þess háttar boðskap, og stöðvaði fólkið ræðuna, og hóf svo að biðja Allah um að styrkja og hjálpa Bandaríkjamönnum. Einnig sagði blaðið frá öðrum klerk sem talar máli Bandaríkjamanna í föstudagsbænahaldinu og að söfnuður hans svari með því að hrópa, O Allah, make Islam and America stronger!.
Ég vil fá fréttir af svona hlutum í íslenska fjölmiðla. Það myndi brjóta upp þann einsleita og leiðinlega fréttaflutning sem einkennir allt sem viðkemur Mið-Austurlöndum. Tökum Al-Siyasah til fyrirmyndar.
Sindri Guðjónsson
sindri79@gmail.com
Meginflokkur: Mið-austurlönd | Aukaflokkur: Sindri | Breytt 27.4.2007 kl. 23:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004