Mánudagur, 1. maí 2006
Mánudagspósturinn 1. maí 2006
Í dag er 1. maí, frídagur verkalýðsins, haldinn hátíðlegur víðast hvar í heiminum. Stéttarfélög munu af því tilefni boða til kröfuganga eins og áður þar sem krafist verður bættra kjara fyrir launþega og vitaskuld ekkert nema gott um það að segja. Í lýðfrjálsu landi er hið bezta mál að einstaklingar hafi kost á því að mynda með sér félög um ákveðna lögmæta hagsmuni og berjast fyrir þeim í samræmi við leikreglur lýðræðisins, t.a.m. með því að fara í kröfugöngur til að vekja athygli á kröfum sínum. Félagafrelsið er vissulega einn af hornsteinum lýðræðisins, þ.e. frelsi fólks til að stofna til frjálsra félagasamtaka og ennfremur ráða því hvaða félögum það tilheyrir.
Í 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir um félagafrelsið á Íslandi: Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Í samræmi við fyrirvarana í lok ákvæðisins neyðist almenningur á Íslandi til þess, hvort sem honum líkar betur eða verr, að tilheyra stéttarfélögum og borga til þeirra skatt af launum sínum í hvert skipti sem hann fær útborgað. Í þeim efnum er m.ö.o. ekkert félagafrelsi til staðar sem síðan er s.s. réttlætt með því að um almannahagsmuni sé að ræða eða réttindi annarra eins og það er kallað á mjög svo víðan og loðinn hátt.
Það er þó að mínu mati miklu fremur um almannahagsmuni að ræða að fólki sé veitt frelsi til að ákveða sjálft hvort það vill vera innvinklað í slík félög eða ekki. Með sömu rökum og beitt er til að réttlæta skylduaðild að stéttarfélögum væri alveg eins hægt að skylda t.a.m. alla neytendur til að vera í Neytendasamtökunum eða alla bifreiðaeigendur til að ganga í Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. O.s.frv. Eru hagsmunir neytenda og bifreðaeigenda ekki almannahagsmunir líka að sama skapi? Hvar endar þetta?
Hvers vegna getum við ekki bara treyst fólki til að hafa félagsfrelsi og til að ákveða sjálft hvort það þjóni hagsmunum þess eða ekki að vera aðilar að einhverjum frjálsum félagasamtökum eða ekki? Nei það má ekki, þökk sé íslenzkum vinstrimönnum sem halda því engu að síður fram margir hverjir að þeir séu hlynntir frelsi. Þess utan væri lágmarkið að fólk hefði fullt frelsi til að ákveða í hvaða stéttarfélagi það væri. En nei, það má ekki einu sinni.
Ég geri það því hér með að tillögu minni að íslenzkur almenningur verði frelsaður frá þessu félagslega vistabandi og því veitt fullt frelsi til að ákveða í hvaða félagasamtökum það kýs að vera án allrar nauðungar og forræðishyggju vinstrimanna á Íslandi.
---
Annars þykja mér hugmyndir José Maria Aznar, fyrrv. forsætisráðherra Spánar, þess efnis að Ísrael verði veitt aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) mjög áhugaverðar. Slíkt myndi væntanlega þýða að bandalaginu yrði skylt að verja Ísraelsmenn fyrir árásum, þá ekki sízt árásum palestínskra hryðjuverkamanna. Þá aðallega vegna þess hver viðbrögðin kunni að verða við þeessum ummælum Aznars.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is
Meginflokkur: Mánudagspósturinn | Aukaflokkur: Hjörtur J. | Breytt 27.4.2007 kl. 23:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004