Leita í fréttum mbl.is

Fáir hægri menn í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri

Fríður og breiður hópur miðju manna berst nú um sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Það væri óskandi að einu kratarnir í framboði væru þau Oktavíu Jóhannesdóttir og Sigurbjörn Gunnarsson sem bæði eru ný gengin í flokkinn og eru yfirlýstir kratar. En svo er ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er víða orðinn einhverskonar krata flokkur.

Í Íslendingi (blaði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri) kynna frambjóðendur sig í stuttu máli, og óhætt er að segja að ekki fari mikið fyrir hægri sjónarmiðum.

Stefnumálin eru misjöfn, og hér koma nokkur dæmi: Hið opinbera á að skaffa stóriðju, stofnanir og stjórnsýslu til Akureyrar. (Stofnanir mega vera á Akureyri fyrir mér, en best væri auðvitað að leggja sem flestar af þeim niður.) Leikskólar eiga að vera ,,gjaldfrjálsir” (sem þýðir á manna máli að það lendir á þeim sem ekki nýta leikskólanna að borga fyrir þjónustuna), sumir tala um umhverfismál, skipulagsmál og góða skóla, og þeir betri jafnvel um valfrelsi í skólamálum. Heitasta málið er að sjálfsögðu loforð um félagslegar úrbætur fyrir aldraða. Það má gera vel við aldraða, en hvar eru hægri áherslunnar? Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn nú sagður vera til hægri.

Hjarta hægri stefnunnar er að tryggja að menn fái notið ávaxta verka sinna. Það fá menn ekki gert meðan að krumlur sveitafélagsins seilast með áfergju í vasa fólks í formi hárra fasteignagjalda, hámarks útsvars og ýmiskonar gjalda. Hægri flokkur á að leggja höfuð áherslu á aðhald í rekstri sveitafélagsins, svo hægt sé að lækka álögur og gjöld. Einstaklingarnir eiga að fá að halda eftir sem mestu af eigin fé, og stjórnmálamennirnir að fá sem minnst.

Af 20 frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins er aðeins einn einasti maður sem nefnir aðhald og lægri gjöld. Það er Guðmundur Egill Erlendsson. Í stefnuyfirlýsingu Guðmundar segir: ,,Meira aðhald - Með endurskoðun útgjalda bæjarins er hægt að lækka fasteignaskatta og gjöld.” Þessi setning er eins og vin í félagshyggju eyðimörk Íslendings. Þetta er þó engan veginn róttæk eða nýstárleg hugsun – bara eðlileg klassísk Sjálfstæðishugsun.

Þess má reyndar geta að skrímsli nokkurt sem heitir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gerir sveitarfélögum erfitt fyrir með að lækka útsvarið. Þau sveitarfélög sem ekki eru með hámarks útsvar fá minni framlög úr sjóðnum. Af þessum sökum veigra menn sér við að lækka útsvarið. Þannig hefur hinu opinbera tekist að búa til stofnun sem tryggir hámarks skattpíningu sem víðast. Skattpíningasjóður sveitarfélaganna.

Það er augljóst að hægri menn ættu að fylkja sér um Guðmund Egil. Hann er eini maðurinn sem hefur dug til að boða meira aðhald og lægri gjöld.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband