Leita í fréttum mbl.is

Verum góð við múslima annars...

Vesturlöndin eiga að lifa í ótta við múslima í dag. Það eru allavega skilaboðin sem okkur berast frá miðausturlöndum daglega nú orðið. Eins og flestir hafa tekið eftir rennur nú heitt blóð á svæðinu vegna skopteikninga um Múhameð spámann. Það er ekki nóg með að danskar vörur hafi verið fjarlægðar úr verslunum í múslimaríkjunum heldur hópast almenningur nú út á götur, brennir danska fánann (og þann norska ef hann er við höndina) og kallar á hefndir fyrir niðurlægingu ,,spámannsins” sem var víst svona móðgaður.

Nú á auðvitað ekki að gera lítið úr trú manna, en það þýðir ekki að það sé bannað að gera grín að (og jafnvel gera lítið úr) trúarbrögðum yfir höfuð. Við sem erum kristin hoppum ekki hæð okkar þó einhver geri lítið úr frelsara okkar. Hann er ekkert minni frelsari fyrir vikið og trúin er alveg sú sama. Nú má vel vera að Múhameð spámaður þurfi á vörninni að halda. Hann er kannski minni maður við það að einhver teikni mynd af honum, og hvað þá grínmynd. Hann er kannski bara með minnimáttarkennd yfir því að það var víst Jesús einn sem reis upp frá dauðum á þriðja degi. Eg man allavega ekki eftir því að Muhammed hafi tekist það.

Í sumum löndum miðausturlanda er verið að þjálfa unga menn til að fremja hryðjuverk einn daginn. Allt í nafni Allah. Þeim er kennt að vesturlandabúar og aðrir ,,heiðingjar” séu vondir og þar með réttdræpir. [1] Eilíf himnavist og fjöldinn allur af hreinum meyjum fylgir víst með í kaupunum ef þér tekst að deyja svokölluðum píslavottardauða. Öll vestræn gildi eru einskis metin. Konur hafa nánast engin réttindi. Hommar eru annaðhvort niðurlægðir eða líflátnir. Að sama skapi er umburðarlyndið gagnvart kristnum ekkert.

Á vesturlöndum (og þar er Ísland engin undantekning) er sífellt tönglast á því að við verðum að virða aðra menningarheima og alls ekki, alls ekki gera lítið úr islamstrú. Við lærum að þrátt fyrir menn eins og Osama bin Laden sé islamstrú í heild sinni friðsamleg trú og að lítið mál sé fyrir krisna og múslima að búa saman í sátt og samlyndi. Nú vil ég alls ekki halda því fram að islam sé ekki friðsamleg trú en umburðalynd er hún ekki. Það eitt er víst.

Í miðausturlöndum er í lagi að kalla fram á útrýminga heilla þjóða, s.s. Ísraels, kalla á dauða ákveðinna stjórnmálamanna og brenna fána vestrænna þjóða. En að vestrænir menn teikni myndir af spámanninum eða fjalli á einhvern hátt gagnrýnið um íslam? Nei, það er bannað. Þá er sendiráðunum lokað, vörur fjarlægðar og sendar sprengjuhótanir.

Við skulum samt ekki gleyma því að þetta var byrjað áður en ráðist var inn í Írak árið 2003 og þetta var byrjað áður en Bush var kosinn forseti. Osama bin Laden og hans líkir hata ekki aðeins Clinton eða Bush, þeir hata vestræn gildi og allt sem við stöndum fyrir.

Og allir verða hræddir ef einhver ögrar múslimum. Og það er ekki af virðingu við trúarbrögðin, það vill bara enginn verða sprengdur í loft upp.

Gísli Freyr Valdórsson


[1] Þetta á auðvitað ekki við um alla múslima en þessi skoðun er hins vegar útbreidd meðal margra múslima og á henni vinna hryðjuverkamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband