Leita í fréttum mbl.is

Hezbollah hvað?

Það er eiginlega alveg sama hvert er litið – flestir sem eitthvað láta sig varða málefni Ísraels og nágrannaríkja þeirra mótmæla framferði Ísraelsmanna í Líbanon þessa dagana. Heilu þingflokkarnir álykta til um að yfirvöld eigi að mótmæla ,,hörku” Ísraelsmanna.

Ögmundur Jónasson (sem ég held að hati Ísrael eins og þessi grein segir til um) tekur vel í hugmyndir róttæklinga í flokk sínum að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og sett verði viðskiptabann á landið. Félag eins og Ísland-Palestina mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna í Líbanon.

Fjölmiðlar tala um innrás Ísraelsmanna inn í Líbanon hafi byrjað 11. júlí en minnast sjaldan á að hryðjuverkasamtök hafi rænt Ísraelskum hermönnum fyrir það.

BBC talar um að Líbanskir borgarar séu drepnir (e.killed) af Ísraelsmönnum á meðan almenningur í Ísrael lætur lífið (e.die) af völdum flugskeyta Hezbollah.

NFS birtir myndir af látnum börnum í Líbanon en lætur sig litlu skipta af látnum börnum af stríðsvöldum í Ísrael. Kannski skipta þau ekki miklu máli?

Hezbollah skýtur á hverjum degi mörgum tugum flugskeyta á N-Ísrael frá Líbanon. Það er athyglisverð staðreynd að það eru aðallega ísraelskir múslimar sem búa í N-Ísrael og hafa orðið fórnarlömb Hezbollah. Hezbollah hefur drepið marga trúbræður sína síðustu vikur... og þeim er alveg sama.

Enginn minnist hins vegar á Hezbollah. Ögmundi, Steingrími J., Össuri og þeir sem mest hafa tjáð sig um þessi mál virðist vera nokkuð sama um Hezbollah. Kannski að þeir telji samtökin vera saklaus? Þetta er kannski bara allt Bush og Ísrael að kenna?

Það er alltaf auðveldasta niðurstaðan og SJÁLFSKIPAÐIR sérfræðingar í málefnum þessara landa eins og Jón Ormur Halldórsson, telja sig geta sett fram slíkar kenningar án nokkurns rökstuðnings. Meira um þetta síðar.

Gísli Freyr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband