Mánudagur, 17. júlí 2006
Mánudagspósturinn 17. júlí 2006
Þann 30. maí sl. tilkynntu barnaníðingar í Hollandi þá ætlun sína að stofna eigin stjórnmálaflokk sem heita á á frummálinu Naastenliefde, Vrijheid en Diversiteit eða í íslenzkri þýðingu Mannkærleikur, frelsi og fjölbreytni. Flokknum er ætlað að berjast fyrir lögleiðingu á kynlífi á milli fullorðinna og barna og vill hann m.a. að löglegur samræðisaldur í Hollandi verði færður úr 16 árum og niður í 12 ár áður en hann verði afnuminn með öllu, að það verði ekki lengur ólöglegt að eiga barnaklám og að lágmarksaldur þeirra, sem taka þátt í gerð klámefnis, verði lækkaður úr 18 árum og niður í 16 ár. Í viðtali við hollenzka dagblaðið Algemeen Dagblad sagði Ad van den Berg, einn af stofnendum flokksins, að uppeldi barns snerist einnig um að kynna það fyrir kynlífi. Barnaníðingaflokkurinn vill ennfremur að dýr fái aukin réttindi og að kynlíf með samþykki á milli manna og dýra verði leyft.
Ég er vonandi ekki einn um að fá í magann!! En af hverju kemur þessi viðbjóður manni ekki svo ýkja mikið á óvart? Og enn síður að þetta skuli gerast í Hollandi? Þetta er því miður alls ekki einsdæmi enda hafa hliðstæðar þreifingar t.a.m. átt sér stað hjá barnaníðingum í Danmörku. Ekki er heldur langt síðan ég las að það færðist í vöxt í Svíþjóð að fólk tæki upp á þeim viðbjóði að stunda kynlíf með dýrum!
Alltof margir eru einfaldlega komnir út á algerar villigötur í frjálslyndi svo vægt sé til orða tekið!
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is
Meginflokkur: Mánudagspósturinn | Aukaflokkur: Hjörtur J. | Breytt 27.4.2007 kl. 22:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004