Þriðjudagur, 13. júní 2006
Vannýttir borgarfulltrúar
Í dag var tilkynnt um nefndarformennsku hins nýja borgarmeirihluta. Jafnframt því var kosið í borgarráð og nýr borgarstjóri kosinn.
Það er tvennt við hina nýju skipan að athuga. Í fyrsta lagi er óskiljanlegt af hverju Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er ekki gerð af formanni menntaráðs. Hún er menntuð í faginu og enginn frambjóðenda hefur látið einhver mál eins mikið til sín koma eins og Þorbjörg hefur gert um menntamál. Þetta finnst mér að nýr borgarstjóri þurfi að útskýra fyrir þeim (t.a.m. mér) sem völdu Þorbjörgu til starfa í prófkjöri s.l. haust. En burtséð frá því þá skal það endurtekið að Þorbjörg er menntuð í faginu og líklega enginn hæfari til starfsins en hún á meðal borgarfulltrúanna.
Í öðru lagi er óskiljanlegt að Guðlaugur Þór Þórðarson sem dregið hefur sig út úr borgarmálum skuli taka við formennsku í stjórn Orkuveitunnar. Er ekki nóg að vera alþingismaður? Var virkilega enginn borgarfulltrúi sem vildi taka þetta að sér? Var algjör nauðsyn að sækja mannskap út fyrir borgarstjórnarflokkinn? Og ef það var nauðsyn, af hverju var þá ekki einhver sóttur sem hefur reynslu af fyrirtækjarekstri?
Það boðar ekki gott ef þetta er það sem koma skal. Hæfni og reynsla á að vera fyrsta ástæða fyrir vali manna í nefndir, ekki vinskapur og vinagreiðar.
Meginflokkur: Borgarmálin | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 22:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004