Föstudagur, 7. apríl 2006
Sjálfstæðir kjósendur
Í bókinni, Parties without Partisans, fjallar Russel J. Dalton meðal annars um minnkandi flokkshollustu almennt og veltir því upp hvort hana megi jafnvel rekja til pólitískra hneykslismála og hvort stjórnmálaflokkar standi sig almennt verr nú á dögum en áður fyrr. Hann gengur nú ekki svo langt að fullyrða að minnkandi flokkshollusta sé vegna pólitískra hneykslismála en gefur því þó aðeins gaum með því að vísa í að minnkandi flokkshollusta í BNA varð áberandi í kringum Víetnam stríðið og Watergate hneykslið. Það sama gerðist í Bretalandi þegar breska stjórnin átti í miklum erfiðleikum með stjórn efnahagsmála á 7. og 8. áratugnum. Hann hrekur þó þessa kenningu til baka síðar í kaflanum og kennir öðrum breytum um.
Þá má e.t.v. vera að þegar hneykslismálin fóru að opinberast meir en áður og stjórnkerfið varð opnara að flokkshollusta hafi orðið minni. Samfélagið er mögulega meira vakandi fyrir slíkum hlutum auk þess sem fjölmiðlar eru duglegir við að flétta ofan af slíku ef spilling á sér stað. Það fer hins vegar eftir því hvernig maður skilgreinir flokkshollustu. Í fyrsta lagi er hægt að segja að flokkshollusta sé fólgin í þeim sem skráðir eru í flokkinn og taka þátt í starfi hans. Hins vegar er hægt að skilgreina flokkshollustu á þeim sem meira og minna ,,alltaf kjósa flokkinn.
En það er auðvelt að hrekja þá fullyrðingu að flokkshollustan hafi minnkað vegna pólitískra hneykslismála og að stjórnmálaflokkar hafi staðið sig verr en áður.
Dalton vill meina að aðrir hlutir orsaki minnkandi flokkshollustu. (Við skulum hafa í huga að hér er átt við skráða og virka flokksmeðlimi) Ber þar helst að nefna að ungt fólk í dag er ekki að finna tilgang í því að vera skráð í stjórnmálaflokk. Það er e.t.v. lítið á því að ,,græða að vera í stjórnmálaflokk þar sem einstaklingar eru orðnir sjálfsstæðari og minna þörf að vera ,.laumufarþegi (ath. mín orð, ekki Daltons) í stjórnmálaflokk til að koma sér áfram. Áberandi er minnkandi flokkshollusta meðal menntamanna sem gefur okkur einnig þá mynd að fólk treystir frekar á sjálfstæði sitt og menntun heldur en stjórnmálaflokka. Þetta á við um öll vestræn ríki, ekki bara Ísland.
Einnig er erfitt að fullyrða að stjórnmálaflokkar hafi eitthvað staðið sig ,,betur á árum áður. Allir geta þó verið sammála um að þeir voru meira áberandi og tengsl við stjórnmálaflokkar voru e.t.v. nauðsynlegri (ef þannig má að orði komast) en nú til dags. Ef við töku Ísland sem dæmi að þá þótta í varla annað koma til greina en að ríkisvaldið (þ.e.a.s. stjórnmálmennirnir) lagfærðu og tókust á við t.a.m. hagsveiflur, gjaldþrot fyrirtækja, uppbyggingu nýrra fyrirtækja og svo frv. Þó vissulega hafi verið dæmi um einkarekstur þá var mikil krafa um opinberan rekstur. Það var e.t.v. talið ,,öruggara. [1] Frjálshyggjumenn myndu segja að of mikil afskipti ríkisvaldsins séu slæm á meðan sósíalistar myndu segja að þau væru af hinu góða. Þess vegna er erfitt að setja mælikvarða á hvort að stjórnmálaflokkar hafi staðið sig vel eða ekki.
Ég tel einfaldlega að flokkshollustu hafi minnkað af því að stjórnmálaflokkarnir hafa orðið minna að segja um daglegt líf hins almenna borgara en áður. Menn þurfa ekki lengur flokksskírteini til að fá lán í banka, fá vinnu og margskonar ,,velvilja í þjóðfélaginu. Almenningur er orðinn sjálfstæðari en áður var og það teldist til tíðinda ef að einhver annað hvort græðir á því og/eða geldur þess að vera í stjórnmálaflokki. [2]
Ungir ,,kjósendur hugsa meira um að koma undir sig fótunum á eigin vegum heldur en að stjórnmálaflokkarnir sjái um þá og skipta sér því minna af stjórnmálum. Að sama skapi hafa margir flokkar, bæði hérlendis og erlendis, færst nær inn á miðjuna og gefið kjósendum minna val á að skilgreina sig sem hægri eða vinstri. Það er alveg ljóst að um leið og einstaklingur er genginn í flokk á hann erfitt með að sjá eitthvað gott við aðra flokka og telur sig vera bundinn sínum flokki. Það er einfaldlega minna um slíkt í dag.
Til viðbótar vil ég meina að um leið og ungt fólk vill koma undir sig fótunum á eigin dáðum þá vill það samt vita hvað stjórnmálaflokkarnir hafa að bjóða. Því vill almenningur vera frjáls um að geta valið á milli ef þeim þykir henta. Þannig að fyrirgreiðslupólitíkin snýst ekki lengur um að ,,redda mönnum lóðum, lán eða stöður heldur er hún í raun komið í annað form, gjaldfrjálsa leikskóla, opinbera styrki við hin og þessi málefni, íbúðarlán, feðraorlof og svo frv. Hvor mönnum þyki þetta góð þróun eða ekki verður ekki tíundað hér en væri efni í aðra grein.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is
[1] Ath. mín ágiskun. Það eru ekki til nenar heimildir um að opinber rekstur hafi nokkuð verið öruggari en einkarekstur. En ég leiði líkum að því að menn hafi haldið það hér áður.
[2] Ef undan er skilið pólitískar tilnefningar í hinar ýmsu opinberar stöður, s.s. embættismenn, sendiherrar og svo frv. Hvað mönnum síðan finnst um slíkar tilnefningar er svo annað mál og verður ekki tíundað hér frekar.
Meginflokkur: Annað | Aukaflokkar: Gísli Freyr, Stjórnmál - almennt | Breytt 27.4.2007 kl. 23:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004