Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin um varnar- og öryggismál

Hvernig stendur á því að formaður Samfylkingarinnar og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa ekkert til málanna að leggja í varnar- og öryggismálum landsins, annað en að saka núverandi ráðamenn um seinagang og sinnuleysi?

Eins og alþjóð veit hafa bandarísk yfirvöld tilkynnt að þeir munu hverfa af landi brott með herþotur sínar og björgunarþyrlur. Þó liggur það ljóst fyrir að varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjannna er enn í fullu gildi og ekki við öðru að búast en að bæði löndin komi til með að uppfylla hann.

Það er hins vega mjög athyglisvert að horfa á stjórnarandstöðuþingmenn fjalla um málið. Það eina sem t.a.m. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur haft til málanna að leggja er að gera lítið utanríkisstefnu landsins, saka menn um að vera ekki viðbúnir og svo frv.

Á Alþingi fyrir um tveimur vikum sagði Ingibjörg Sólrún í umræðum að ráðamenn þjóðarinnar hefur lagt uppí langferð með gamla staðalímynd og árangurinn enginn. Ingibjörg hins vegar lagði ekkert nýtt til málanna, engar hugmyndir um varnarsamstarf, enga framtíðarsýn, ekkert.

Í ræðu sinni gleymdi hún líka að minnast á núverandi varnarsamning og aðild Íslands að NATO. Vissi hún ekki örugglega að þessum tveimur atriðum?

Það síðasta sem Ingibjörg getur gert er að saka ríkisstjórnina um að hafa sofnað á verðinum. Fylgdist hún ekki með fréttum þegar það lá ljóst fyrir að Íslendingar myndu taka yfir verkefni þyrlusveitar varnarliðsins?

Björn Bjarnason hefur á þeim þremur árum sem hann hefur verið dómsmálaráðherra eflt sérsveit lögreglunnar. Það er einn liður í að efla öryggi og varnir landsins. Viðbrögð vinstrimanna voru algjörlega út í hött. Það eftirminnilegasta er líklega þegar Helgi Hjörvar tilkynnti dómsmálaráðherra að hann væri ekki Bruce Willis. Ekki voru færð ítarlegri rök Samfylkingarinnar gegn eflingu sérsveitarinnar.

Og það er annað sem vert er að skoða. Fyrir um ellefu árum síðan talaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra (þá menntamálaráðherra) um að Íslendingar þyrftu að fara að huga að því og undirbúa sig til að taka á sig fleiri verkefni varðandi varnir og öryggi landsins. Í ellefu ár hafa vinstrimenn málað Björn Bjarnason upp sem stríðsæsingarmann og ekkert annað lagt til málanna. Þeir hafa sakað Björn um að vilja stofna íslenskan her, sem hann hefur þó aldrei sagt. Það er orðið hálfgerð sögusögn (e.myth) að núverandi dómsmálaráðherra vilji stofna her. Slíkar yfirlýsingar engar stoð undir sér.
En innihaldslausar yfirlýsingar er engu að síður oft helsti drifkraftur Samfylkingarinnar

Nú má ekki gleyma því varnarþörf landsins er ekki fullnægt með fjórum herþotum. Vinsti mönnum finnst skorta skilgreiningu á hættumati. ,,Hver ætti s.s. að ráðast á okkur?” er ekki óalgeng spurning. Það er alveg rétt, við eigum ekkert ríki sem óvin í augnablikinu. Hins vegar er margs konar atriði sem vert er að huga að, t.a.m. alþjóðleg glæpastarfssemi, s.s. eiturlyfjaumferð, mannsal, kynlífsþrælkun. Að sama skapi er hryðjuverkaógn út um allan heim, og Ísland er þar ekki undanskilið. Allt ,,ógnar” þetta öryggið þjóðarinnar. Hins vegar er unnið hörðum höndum að því að bæta og efla þær deildir stjórnkerfisins sem snúa að þessu.

Á meðan þarf Samfylkingin að ná í gamlan formann Alþýðuflokksins (sem þó segist vera hættur í stórnmálum) til að móta utanríkisstefnu flokksins. Flokkurinn er búinn að vera til í næstum áratug og hefur ekki enn mótað sér almennilega utanríkisstefnu. Það eina sem hefur komið frá Ingibjörgu og Samfylkingunni í þessum málum er að við eigum að leita til Evrópusambandsins hvað varðar varnir landsins. Slíkar yfirlýsingar opinbera enn og aftur vanþekkingu Ingibjargar og skósveina hennar á málinu. Evrópusambandið hefur sjálft ekki komið sér upp almennilegri varnarstefnu og er ekki að fara að sinna vörnum landa sem ekki eru í sambandinu.

Gisli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband