Leita í fréttum mbl.is

Að hafa áhrif

Síðla sumars 1997 var allri heimsbyggðinni brugðið með tveimur atburðum sem gerðust á um viku: Dauða Díönu prinsessu og Móður Theresu. Á yfirborðinu þá hefðu þessar tvær konur varla getað verið ólíkari. Önnur var hávaxin, ung og falleg prinsessa frá Englandi sem gekk um meðal þeirra fínustu. Hin, sem hafði hlotið friðarverðlaun Nóbels, var lítil, gömul kaþólsk nunna fædd í Albaníu og þjónaði hinum allra fátækustu í Calcutta, Indlandi.

Það sem er síðan merkilegt er að áhrif þeirra beggja eru mjög svipuð. Í úttekt sem London Daily Mail stóð fyrir árið 1996 voru Díana Prinsessa og Móðir Teresa í fyrsta og öðru sæti yfir þá sem létu sem mest varða um aðra. Þær voru kærleiksríkustu einstaklingar heims að mati blaðsins. Það er nokkuð sem gerist ekki nema þú hafir mikil áhrif.

Díana náði athygli heimsins.

Árið 1981 varð Díana Spencer mest umtalaðasta persóna heims þegar hún giftist Karli, krónprinsi Bretlands. Nærrum einn milljarður manna horfði á brúðkaup þeirra í beinni útsendingu frá St. Paul´s Dómkirkjunni. Frá þeim degi var eins og fólk fengi aldrei nóg af fréttum af henni. Fólk var áhugasamt um Díönu, ungri konu sem áður hafði verið barnaskólakennari. Til að byrja með var hún mjög feimin og athyglin sem hún og maður hennar fengu var líklega mjög svo yfirþyrmandi fyrir unga konu frá smábæ í Wales. Sumir segja að Díana hafi orðið óánægð snemma í hjónabandinu og var ekki að líka þær kröfur og skyldur sem á hana voru settar um verkahring þess að vera prinsessa. En hún aðlagaðist þessum kröfum með tímanum. Þegar hún fór að ferðast og koma fram í nafni konunglegu fjölskyldunnar þá gerði hún það fljótt að markmiði sínu að þjóna öðrum t.d. með því að safna fjármagni fyrir hinum ýmsu góðgerðarmálefnum. Á öllum þessum árum kynntist hún og tengdist mörgum mikilvægum samböndum, t.d. við stjórnmála-, viðskipta-, fjölmiðla- og hina ýmsu athafnamenn svo að ekki séu undanskyldir leiðtogar hinna ýmsu þjóða og fólki úr skemmtanabransanum. Til að byrja með var hún talsmanneskja og umsjónarmaður hinna ýmsu góðgerðarmála, en þegar líða fór á tímann varð hún mun áhrifameiri. Það varð til þess að möguleikar hennar til að láta hlutina gerast urðu mun meiri.

Díana einbeitti sér á því að koma fram málstöðum s.s. rannsóknum og forvörnum gegn alnæmi, umhyggju fyrir holdsveika og bann og hreinsun á jarðsprengjusvæðum. Aðeins nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt heimsótti hún Clinton forseta í Hvíta húsið og ríkistjórn hans í Washington. Þar fór hún fram á við þá að herja á Oslóar samninginn og að banna jarðsprengjuhernað. Nokkrum vikum seinna beitti Bandaríkjastjórn sér fyrir þessu málefni. Patrick Fuller, yfirmaður Rauða Krossins í Bretlandi sagði, „Áhuginn sem hún hafði á þessu málefni hafði mikil áhrif á Clinton. Hún kom þessu máli á skrifborð heimsins. Um það er engin spurning.”

Uppkoma leiðtogans.

Í byrjun var það titill Díönu sem gaf henni rétt til að tjá sig og hafa áhrif. Fljótlega fór hún þó að hafa áhrif í eigin nafni. Árið 1996 skildi hún við Karl Bretaprins og missti í kjölfarið prinsessutitil sinn. Þrátt fyrir það missti hún ekki þau áhrif sem hún hafði á heiminn. Áhrif hennar jukust ef eitthvað er á meðan fyrrverandi eiginmaður hennar og tengdafólk minnkaði sífellt í áliti. Af hverju? Af því að Díana skilti ósjálfrátt að það þyrfti ekki endilega titla til að hafa góð áhrif

Það er kannski kaldhæðni að segja, en Díana hafði einnig alveg gífurleg áhrif með dauða sínum. Jarðarförin var sýnd beint í ljósvakamiðlum. NBC sjónvarpsstöðin áætlaði að um 2,5 milljarður manna hafi fylgst með jarðarförinni – meira en tvöfalt þeirra sem horfðu á brúðkaup hennar.

Díana prinsessa hefur verið lýst á margan máta. Hins vegar hef ég heyrt fáa lýsa henni sem leiðtoga. Samt er það nákvæmlega það sem hún var, leiðtogi. Þegar öllu er á botninn hvolft lét hún hlutina gerast af því að hún hafði áhrif.

Leiðtogi er ekki…

Fólk hefur margar ranghugmyndir um leiðtogahæfileikann. Þegar það heyrir að einhver hefur flottan titil eða hefur verið skipaður í stjórnunarstöðu, þá gerir það strax ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur sé leiðtogi. Stundum er það rétt. En titlar þýða ekki neitt þegar kemur að leiða eða stjórna. Sannan leiðtoga er ekki hægt að setja í embætti eða búa til með titlum, svona gróft til orða tekið. Það gerist aðeins þegar viðkomandi hefur sönn áhrif, það er eitthvað sem þarf að koma frá persónunni sjálfri en ekki þeim titli sem viðkomandi ber. Maður vinnur sér inn virðingu. Það eina sem titillinn færir þér er tími – tími til að auka áhrif þín til góðs!
Titlinum fylgja ekki leiðtogahæfileikar. Steinunn Valdís varð ekki leiðtogi við það að verða borgarstjóri.
Dagur B. verður heldur ekki leiðtogi við það að vinna opið prófkjör.

Góða helgi..

Gísli Freyr Valdórsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband