Föstudagur, 17. febrúar 2006
Boð og bönn sem skerða frelsið

Samkvæmt frelsiskenningu Mills hefur ríkisvaldið ekki rétt á því að banna mönnum hluti sem viðkoma þeim sjálfum. Oft vilja þeir sem með valdið fara (oftast þingmenn) hafa vit fyrir fólkinu og setja lög sem þeir telja að séu því fyrir bestu. Við skulum taka örfá dæmi um slíkt á Íslandi.
Til voru lög á Íslandi sem bönnuðu neyslu áfengis. Góðtemplarar náðu því fram árið 1912 [1] að bann var sett við áfengissölu í landinu. Eftir að áfengisbannið komst á varð misnotkun á tilvísun lækna á áfengi til lækninga tilfinnanlega mikil. Nokkrir dómar féllu á lækna sem höfðu misnotað vald sitt, á árum eftir að vínbanninu var komið á. Á sama tíma og læknabrennivínið var í umferð, drukku menn svokallað iðnaðarbrennivín, Einnig voru dýralæknar grunaðir um að misnota aðstöðu sína. [2] Margir voru þeirra skoðunar, þ.á.m. Steingrímur Mattíasson læknir, að afnám bannlaganna væri nauðsynleg, og í raun mannúðlegri stefna í baráttunni gegn áfengisbölinu, sökum þess að menn hefðu verið að drekka t.d. tréspíruts og af því jafnvel misst sjónina og þaðan af verra t.d. liðið margvíslegt líkamleg tjón eða jafnvel dáið. [3]
Til að gera langa sögu stutta, menn sem vildu drekka urðu sér úti um áfengi á einn eða annan hátt. Að sjálfsögðu hætti ekki áfengisdrykkja heldur neyttu menn áfengis sem annað hvort hafði verið smyglað inn í landið eða þá bruggað í heimahúsum. Um leið og hluturinn var bannaður varð hann í raun hættulegri. Þá er nú skárra að ríkið leyfi, í þessu tilviki, drykkjuna og haldi uppi gæðaeftirliti sem fylgist með því að menn séu ekki að drekka eitur.
Þegar áfengisbannið var afnumið árið 1933 (næstum 20 árum eftir að það hafði verið sett á) voru nokkrir aðilar sem lögðu það til að sala og dreifing bjórs yrði bönnuð. Það fengu þeir í gegn og það var ekki fyrr en 1. mars árið 1989 sem sala bjórs var aftur heimiluð á Íslandi. Menn máttu sem sagt drekka áfengi með 40% vínanda en ekki öl með um 6% vínanda. Nokkuð þóf átti sér stað þegar tillögur voru upp á Alþingi um að afnema bannið við dreifingu og sölu bjórsins. Það voru sem sagt margir þingmenn sem voru á móti því að leyft yrði að selja bjór á Íslandi. [4] Hljómar það eitthvað kunnulega að þingmenn reyni að ákveða hegðun fólks í dag?
Um leið og íslenska ríkið rekur Áfengis- og tóbaksverslun Ríkisins, bannar það auglýsingar á slíkum vörum. Reyndar er það nú þannig í dag að allflestir Íslendingar hafa aðgang að erlendum fjölmiðlum , bæði prent- sjónvarpsmiðlum, og sjá þar bæði áfengis- og tóbaksauglýsingar. Reyndar endurvarpa íslenskar sjónvarpsstöðvar oft atburðum þar sem sjá má bæði áfengis- og tóbaksauglýsingar. Það þarf ekki annað en að kveikja á Formúlu 1 kappakstrinum (sem Ríkisútvarpið sýnir beint frá) eða horfa á enska boltann. Þrátt fyrir þetta eru ekki uppi áform á Alþingi um að breyta þessu. Aftur hefur ríkið með forsjárhyggju tekið sér ákvörðunarvald fyrir einstaklinginn.
Það eru tæplega tveir áratugir síðan útvarprekstur var gefinn frjáls á Íslandi.
Almenningi var bannað að starfrækja útvarps- og sjónvarpsstöðvar og nokkrum árum áður en að lögin voru afnumin höfðu menn verið dregnir fyrir dómstóla fyrir það að útvarpa frjálsu útvarpi.
En þetta er kannski ekki alveg svona einfalt. Ríkið setti sjónvarp og útvarp auðvitað í gang og því kannski eðlilegt að það væri með gamalt einkaleyfi undir höndum. En það voru hins vegar þingmenn sem börðust hatrammlega gegn því að útvarpsrekstur yrði gefinn frjáls.
Já, það voru í alvöru menn sem töldu að almenningi væri ekki treystandi til að starfrækja útvarp og sjónvarp. [5]
Þangað til fyrir örfáum árum mátti ekki stunda hnefaleika á Íslandi. Menn máttu stökkva úr flugvél með fallhlíf á bakinu, klífa jökla og fjöll, jú og auðvitað sparka hver í annan í fótbolta. En ekki stunda hnefaleika, sem þó eru viðurkennd íþrótt , þ.e.a.s. ól. hnefaleikar
Af hverju? Jú, einn daginn var ákveðið á Alþingi að banna hnefaleika á Íslandi. Um fimmtíu árum seinna var lagt fram frumvarp um að afnema þetta bann. Það gekk þó ekki átakalaust fyrir sig heldur fóru fram miklar umræður um þetta. [6]
Þessum dæmum hér á undan er velt upp til að sýna fram á að enn er langt í land að fullkomið frelsi einstaklinganna verði á Íslandi. Forsjárhyggjan er oft ríkjandi þegar kemur að málefnum borgaranna og oftar en ekki eru menn eða samtök sem vit ætla að hafa fyrir ,,alla hina.
Þau bönn sem áður var minnst á eru ekki sett í sjálfsvörn. Í fæstum tilvikum þegar um slík bönn er að ræða hafa þau verið sett af meirihluta landsmanna til að vernda sjálfan sig frá hinu og þessu. Oftar en ekki eru það þingmenn sem annað hvort finna upp mál til að taka fyrir eða eru undir áhrifum ,,lobbíista eða þrýstihópa um að banna hitt og þetta. Þannig er nú hugarfar margra ráðamanna, því miður.
[1] Bannið tók reyndar ekki gildi fyrr en 1.janúar 1915 en tíminn sem leið þarna á milli var notaður til að ,,klára birgðirnar sem til voru.
[2] Þar má t.d. nefna að Alþingismaður einn komst svo að orði árið 1921 að merkur kúafaraldur virtist vera í gangi. Kýrnar væru ákaflega drykkfelldar og þyrftu 5 lítra af spíritus til að hressa sig á.
[3] Guðjón Friðriksson, 1989, Kráarmenning í Reykjavík fyrir vínbann, (tímarit)
[4] Margir þeirra þingmanna sem sögðu nei við afnámi sölubannsins sitja enn á þingi í dag.
[5] Þetta brýtur þannig gegn frelsisreglu Mills að það skerðir tjáningarfrelsi einstaklinga.
[6] Það vildi reyndar svo til að leiðinda atvik kom upp nokkrum árum eftir að bannið var afnumið. Ungur strákur sem farið hafði í hringinn af fúsum og frjálsum vilja slasaðist í Vestmanneyjum. Ekki þurfti að bíða lengi eftir að Kolbrún Halldórsdóttir kæmi með tillögu sem yrði til þess að drengurinn slasaðist ekki aftur - setja lög í landinu sem bönnuðu honum að stunda íþróttina.
Meginflokkur: Stjórnmál - almennt | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 23:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004