Miðvikudagur, 15. febrúar 2006
Hættum að hugsa sjálf; ríkið sér um okkur
Oftar en ekki sjáum við dæmi um hvernig hið opinbera ætlar að sjá um að hugsa fyrir okkur. Forsjárhyggjan ætlar oft að hlaupa með bæði stjórnmálamenn og embættismenn út í öfgar. Skýrt dæmi um þetta er frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar á þessu kjörtímabili þar sem lagt var til að banna auglýsingar sem auglýstu ,,óhollar vörur á milli kl. 18:00 21:00 þar sem þær gætu haft áhrif á börn. Af því að það eru einmitt börnin sem kaupa í matinn á heimilum.
Og lengra fer það. Hið opinbera ætlar ekki bara að segja okkur hvað má og hvað má ekki heldur ætlar það að hjálpa þeim ekki nenna að vera skynsamir. Í síðustu viku birtist þessi frétt um það á mbl.is að rætt hafi verið um að láta ókeypis smokka liggja frammi á heilsugæslustöðvum og í skólum landsins. Nema hvað að þetta er auðvitað ekki ókeypis frekar en svo margt annað sem hið opinbera ætlar að ,,bjóða upp á.
Fréttin var unnin upp úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur, alþingismanns, um alnæmissmit. Auk þess kemur fram í fréttinni að einnig hafa verið ræddar hugmyndir um að auðvelda aðgengi að sprautum og nálum fyrir fíkniefnaneytendur sem sprauta sig. Reyndar er tekið fram að ráðuneytið sé með þessar hugmyndir til skoðunar en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.
Skilaboðin eru s.s. þessi: Hagið ykkur eins og þið viljið, látið skynsemina til hliðar, hið opinbera ætlar að hugsa um ykkur hvort eð er. Þeir skattgreiðendur sem ekki sprauta sig af eitulyfjum þurfa nú að gjöra svo vel og kaupa sprautur handa þeim sem farið hafa villu vegar í þessum málum. Nú má ekki skilja það svo að ég hefi enga vorkunn fyrir þeim sem hafa misstigið sig í lífinu. Fjarri fer því. En það er hins vegar óþarfi að skattgreiðendum sé sendur reikningur fyrir áframhaldandi neyslu eiturlyfjanotenda.
Annars er ég með ágætis hugmynd um lýðheilsumál. Eg held að það geti myndast þverpólitísk samstaða um þetta. Hið opinbera ætti að ríkisvæða Latabæ. Síðan væri hægt að fjöla starfsmönnum Lýðheilsustofnunar, svona fyrst að hún er til, og þeir starfsmenn gætu tekið saman ,,dagbækur landsmanna um hvað þeir létu nú ofan í sig. Síðan fengi fólk punkta í formi örlítillar greiðslu frá ríkissjoð fyrir að borða epli og appelsínur en sektir eftir heimsókn á McDonalds eða KFC. Þeir sem voga sér að kveikja í sígerettu þurfa að sitja hjá í tvær vikur og fá ekki að vera með í leiknum, enda ekki mjög ,,þjóðfélagsvænir.... það er hægt að leika sér með þessa hugmynd endalaust.
Svo væri líka hægt að skylda kaupmenn til að merkja vörur sínar eftir hollustu stöðlum Ríkisins. Rautt fyrir mjög óhollt, grænt fyrir mjög holt og allt þar á milli. Eg er alveg viss um að einhverjir embættismenn myndu hafa gaman að því. Í framhaldi af því væri hægt að setja nammigangana í búðum á bakvið lokaðar dyr sem aðeins mætti opna milli kl. 13 18 á laugardögum. Það er auðvitað ekki hægt að freista barnanna í hvert skipti sem farið er í búð. Nú eða þá bara að leggja enn hærri skatt á ,,óhollar vörur. Svona til að stýra neyslunni aðeins.
Jæja, látum þessa vitleysu nægja í bili. Nú gæti einhver sagt að þetta væri komið út í vitleysu hjá mér. Orðið öfgakennt og ýkt. Sannleikurinn er hins vegar sá að flestar þessara hugmynda hafa komið frá stjórnmálamönnum, bæði erlendis og hér heima. Tja, nema kannski það að ríkisvæða Latabæ.
En það er kannski ekkert vitlausara en hver önnur forsjárhyggja.
Meginflokkur: Stjórnmál - almennt | Aukaflokkur: Gísli Freyr | Breytt 27.4.2007 kl. 23:26 | Facebook
Nýjustu færslur
- Íhald.is fer í frí
- Get a life
- Batnandi mönnum er bezt að lifa
- Bretum ferst að saka okkur um að skaða lífríki Norður-Atlants...
- Jón Baldvin: Úlfur í sauðsgæru
- Ég var hleraður hjá Kaupfélagi Húnvetninga!
- Bölvuð auðmannastéttin
- Örvænting íslenzkra krata tekur á sig ýmsar myndir
- Fullyrt um vilja þjóðarinnar og ófæddra Íslendinga
- Hvað er maðurinn að tala um?
- Vinstrimenn hækka skatta í Noregi - "Surprise! Surprise!"
- Hringlandaháttur allra flokka
Eldri færslur
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Júlí 2005
- Júní 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Mars 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004