Leita í fréttum mbl.is

Einkavæðum bókasöfn

Almenningsbókasöfn eru líklega fastur liður í hverju sveitafélagi. Sveitafélögin hafa auðvitað gengið mislangt í að efla og/eða stækka sín bókasöfn en óhætt er að segja að í flestum sveitafélögum á Íslandi sé allavega eitt bókasafn. Í Reykjavík eru þau sjö auk þess sem bókabíllinn keyrir á milli og lánar út bækur. Alls starfa um eitt hundrað manns við bókasöfnin í Reykjavík. Þetta er allt saman í eigu borgarinnar og eiga stjórnmálaflokkarnir að sjálfsögðu sína fulltrúa í stjórn bókasafnanna. Enda engin betur til þess fallinn að sitja í stjórn bókasafna en stórnmálamenn.

Nú má alls ekki skilja það svo að ég sé á móti bókasöfnum. Þvert á móti. Sjálfur hef ég mjög gaman að fara á bókasafn og finna mér góða bók til lestur, afla mér upplýsinga, skoða tímarít og jafnvel leigja videomyndir. Bókasöfnin eru skemmtileg og góð viðbót í tilveru okkar. En það þýðir ekki að hið opinbera þurfi að eiga og reka þau.

Það eru nokkur vandamál tengd almenningsbókasöfnum.

Í fyrsta lagi þá er krafa sett á skattgreiðendur að borga fyrir þjónustu sem sumir þeirra nota alls ekki. Það er fullt að fólki sem ekki notar bókasöfn og á því ekki að þurfa að greiða fyrir þau. Það fólk sem notar söfnin ætti að greiða kosnaðinn af þeim.

Í öðru lagi þá eru bókasöfn ekki bráðnauðsynleg. Þó svo að ekki væru til almenningbókasöfn þá þýðir það ekki endilega að fólk verði uppiskroppa með lesefni. Til eru bókabúðir, tímarit og svo auðvitað internetið. Auðvitað væri úrvalið minna en það væri ekki heimsendir þó að ekki væru til almenningsbókasöfn.

Í þriðja lagi þá bitnar opinber rekstur sem þessi alltaf á einkaaðilum. Bókasöfn eru jafnvel að stíga inn á svið þar sem einkaaðilar geta vel sinnt, s.s. videoleigu, kaffisölu og aðgang að internetinu svo eitthvað sé nefnt. Ef einkaaðili vildi opna bókasafn þyrfti hann að keppa við hið opinbera. Það er erfið samkeppni.

Í fjórða lagi þá hafa almenningbóksöfn lítilla hagsmuna að gæta. Arðsemiskrafan er engin. Innkaupin eru í höndum örfárra opinberra starfsmanna (sem ákveða í raun hvað hentar almenningsbókasafni). Og þarna er auðvitað farið með opinbert fé. Hver ákveður t.d. hvaða málverk skal keypt til að skreyta veggina á bókasöfn allra bæjarbúa? Er einhver verðstýring á því? Líklega ekki mikil.

Í fimmta lagi þá hefur það sýnt sig á s.l. árum að einkarekstur er betri en opinber rekstur. Það er athyglisvert að af hundrað starfsmönnum borgarbókasafnanna eru 88,2% ánægðir í starfi. Hins vegar eru aðeins 15% ánægðir með launin sín.

Bókasöfn eru eins og hvert annað fyrirtæki. Bankar, símafyrirtæki, útgerðir, verktakar og mörg önnur fyrirtæki sem áður voru í eigu hins opinbera eru öll betur komin í höndum einkaaðila. Bókasöfn ættu ekki að vera undantekningin frá því. Það er lögmál markaðarins að leysa út því hvort og hvernig þau skuli vera rekin.

Á föstudaginn kemur framhald af þessari grein. Þá verður farið yfir hugsanlegar hugmyndir um einkavæðingu bókasafna og týpískum rökum vinstri manna (sem yfirleitt eru á móti einkavæðingu) svarað.

Gísli Freyr Valdórsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband