Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin 57 – Evrópa 4

Hlutfall Evrópumanna í heims framleiðslu hefur dregist saman á ógnarhraða, eða um næstum því helming frá árinu 1913. Hlutfall Bandaríkjamanna hefur haldist stöðugt. Það er og var 22%. Í Frakklandi, Ítalíu og Belgíu er fjórðungur fólks undir 25 ára aldri sem ekki er í námi atvinnulaust. Há lágmarkslaun, og ráðstafanir til að torvelda fyrirtækjum að segja upp fólki, hefur gert það að verkum að fyrirtæki forðast að ráða nýtt starfsfólk. Það er dýrt og áhættusamt, og getur haft þær afleiðingar að fyrirtækin sitji uppi með dýran starfskraft í vinnu sem engin not eru fyrir, og ekki er hægt að reka. Lausn = enginn er ráðinn.

400.000 háskólamenntaðir sérfræðingar frá Evrópusambandsríkjunum í tækni og vísindagreinum búa í Bandaríkjunum. Af hverju er enga vinnu fyrir þá að fá heima? Samkvæmt nýlegri könnun sem Evrópusambandið gerði meðal þessa fólks ætlar aðeins einn af hverjum sjö að flytja aftur heim.

Erfitt er að stofna ný fyrirtæki í Evrópu sökum reglugerðafargans og skilyrða af hálfu hins opinbera.

Í Bandaríkjunum eru skattar lágir og lítil afskiptasemi ríkisvaldsins af markaði. Hlutunum er öfugt farið í Evrópu.

Meðaltekjur í Bandaríkjunum eru miklu hærri en í ríkustu löndum Vestur-Evrópu.

57 milljón ný störf hafa skapast í Bandaríkjunum síðan árið 1970 – 4 milljónir í Evrópu.

Sindri Guðjónsson

Heimild:
http://www.capmag.com/article.asp?ID=4479


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband