Leita í fréttum mbl.is

Að löggjafinn hagi sér syndsamlega...

Ég las nýlega bók eftir Davíð Þór Björgvinsson sem heitir Lögskýringar. Á síðu 21 í bókinni er kafli sem heitir Grunnforsendur við lögskýringar.,,Með því er átt við þær forsendur sem menn gefa sér, jafnvel án þess að hugsa sérstaklega út í þær” svo ég vitni beint í Davíð.

Ein þessara forsendna er sú að ,,löggjafinnhagi sér skynsamlega, eða hafi a.m.k. ætlað sér það.”

Nú vill svo til að undanfarin ár hefur hópur Íslendinga í raun gefið sér það að þeir sem farið hafa með löggjafavaldið í landinu hagi sér að jafnaði SYNDsamlega, eða hafi a.m.k. ætlað sér það.

Þetta er eins konar sjálfkrafa afstaða sem sumir hafa haft t.d. gagnvart Davíð Oddssyni. Allar hans gerðir virðast vera skoðaðar í ljósi þess að honum hafi staðið illt eitt til. Þó er mönnum ómögulegt að skyggnast inn í huga hans, og menn geta því ekki vitað hvaða hvatir liggja að baki í raun.

Hversu oft hefur maður ekki heyrt það sagt – að Davíð Oddson sé spilltur, hann hafi verið við völd lengi og vald spilli...

Fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram til þess eins að Davíð gæti náð sér niður á einkaóvini sínum, Jóni Ásgeiri...

Tekjutenging við maka örorkubótaþega orsakast af mannfyrirlitningu og virðingarleysi Davíðs gagnvart öryrkjum...

Davíð og Halldór studdu innrásina í Írak, til þeiss eins að múta Bandaríkjamönnum til þess að halda herstöðinni í fullum rekstri í Keflavík...

Ríkisstjórnin er við völd til þess eins að tryggja að gráðug stórfyrirtæki geti hagnast á almenningi...

Sala ríkisfyrirtækja er til þess eins að hygla einkavinum Davíðs...

Og svo framvegis...

Málið er að fólk sem gefur sér þessar neikvæðu forsendur fyrirfram,
getur aldrei litið málin hlutlausum augum.

Sjálfstæðismaður nokkur átti tal við vinstrisinnaðan kunningja sinn.
Eftir að sjálfstæðismaðurinn hafði reynt að útskýra einhverja ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir vinstrimanninum, var honum svarað á þessa leið: ,,Þú gefur þér bara að menn hafi ætlað að reyna að gera eitthvað gott! (Hneyksli) Veistu ekki að ríkisstjórnin er spillt? Davíð er búinn að sitja svo lengi, og valdið spillir!”

Svona hugsunarháttur er óþolandi!

Margur telur mig sig.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband