Leita í fréttum mbl.is

Bitlingar fram í dagsljósiđ

Eins og flestum er kunnugt starfar árlega fjöldi nefnda á vegum ríkis og sveitarfélaga. Margt bendir til ađ hiđ opinbera hafi fariđ offari í ţví ađ skipa nefndir til ađ leysa hvers kyns vandamál. Ţá eru margir ţeirrar skođunar ađ nefndirnar séu kjörinn vettvangur fyrir spillingu ţar sem almannafé sé dćlt í starfsemi ţeirra og ógjarnan er gefiđ upp hvađa ţóknun nefndarmenn hljóta. Svo virđist sem mjög mismunandi sé hvađa árangri starf nefndanna skilar, og hversu mikil ţörf sé á ađ starfrćkja ţćr.


Sumar ţessarra nefnda eru vissulega nauđsynlegar en ađrar mćtti ađ mínu áliti ađ skađlausu leggja niđur.

Nefndirnar hafa ýmis verkefni međ höndum. Sumar eru skipađar tímabundiđ til ađ sinna einstökum verkefnum en ađrar starfa ótímabundiđ svo sem úrskurđarnefndir ýmiss konar, skólanefndir og próf- og nemaleyfisnefndir. Aukinheldur er starfrćktur fjöldi ráđa og stjórna á vegum ríkisins. Ţar má nefna stjórnir ýmissa sjóđa, verkefnisstjórnir og starfsgreinaráđ á ýmsum sviđum.

Leynd hefur hvílt yfir ţeim upphćđum sem einstökum nefndarmönnum eru greiddar fyrir setu í nefndum. Slíkt er ađ mínu viti ámćlisvert ţar sem um almannafé er ađ rćđa.
Slík leynd er líka til ţess fallin ađ auka hćttu á spillingu ţar sem hún dregur úr möguleikum almennings og fjölmiđla á ađ veita starfsemi nefndanna ađhald.

Fyrir Alţingi liggur nú frumvarp til breytinga á upplýsingalögum nr. 50/1996. Verđi frumvarpiđ ađ lögum munu lögin fela í sér skyldu opinberra ađila – ţ.e. stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga – til ađ láta almenningi í té upplýsingar um greiđslur til einstaklinga fyrir setu í nefndum, ráđum og stjórnum á vegum hins opinbera – sé slíkra upplýsinga óskađ. Fyrsti flutningsmađur frumvarpsins er Jóhanna Sigurđardóttir ţingmađur Samfylkingarinnar, en ásamt henni eru flutningsmenn ţau Ögmundur Jónasson, Pétur H. Blöndal, Gunnar Örlygsson, Jónína Bjartmarz og Ágúst Ólafur Ágústsson. Ţađ er ekki oft sem ég sé ástćđu til ađ hrósa Jóhönnu og félögum í Samfylkingunni fyrir ţađ sem ţau hafa fram ađ fćra til ţingstarfanna.
Ţeim mun meiri ástćđa er til ađ gera ţví skil ţegar svo ber viđ!

Skýrsla Ríkisendurskođunar
Áriđ 2002 gerđi Ríkisendurskođun úttekt á starfsemi nefnda, ráđa og stjórna á vegum ríkisins á árinu 2000. Skýrslu hennar má sjá hér.
Í skýrslunni kemur fram ađ á árinu 2000 voru 910 nefndir, ráđ og stjórnir starfandi á vegum ríkisins. Í ţeim störfuđu 4456 einstaklingar, en í ţeirri tölu eru varamenn ekki međtaldir. Kostnađur viđ starfrćkslu ţessarra nefnda var um 417 milljónir króna. Ţess má geta ađ áriđ 1985 voru nefndirnar, ráđin og stjórnirnar um 600 talsins ađ ţví er fram kemur í skýrslunni og 665 áriđ 1998 ađ ţví er fram kom í svari forsćtisráđherra
viđ fyrirspurn Árna Steinars Jóhannessonar á Alţingi haustiđ 2000. Ég hef ekki undir höndum upplýsingar um fjölda nefnda sem starfrćktar eru í ár en ofangreindar tölur sýna ađ ţeim fór ađ fjölga verulega eftir 1998.

Í umrćddri skýrslu Ríkisendurskođunar má sjá ađ fjöldi manna í nefndum, ráđum og stjórnum skiptist ţannig eftir ráđuneytum áriđ 2000:

Menntamálaráđuneyti:                        1135
Heilbrigđis og tryggingaráđuneyti:     519
Félagsmálaráđuneyti:                            429
Landbúnađarráđuneyti:                         410
Umhverfisráđuneyti:                            400
Iđnađar og viđskiptaráđuneyti:            337
Fjármálaráđuneyti:                               333
Dóms- og kirkjumálaráđuneyti:          276
Samgönguráđuneyti:                             248
Forsćtisráđuneyti:                               150
Sjávarútvegsráđuneyti:                         127
Utanríkisráđuneyti:                                85
Hagstofa Íslands:                                      7

Ţess má geta ađ ítarlega úttekt á starfsemi nefnda ríkisins á árunum 2001-2003 er ađ finna í svari forsćtisráđherra 21. maí síđastliđinn viđ fyrirspurn Jóhönnu Sigurđardóttur um máliđ. Ţar er međal annars ađ finna sundurliđađan fjölda fastamanna í nefndum einstakra ráđuneyta umrćtt tímabil.

Hvernig skyldu laun nefndarmanna nú vera ákveđin?
Jú, viti menn, sérstök nefnd – sem kallast ţóknananefnd sér um ađ ákvarđa launin! Raunar er stundum kveđiđ á um ađ ráđherra ákveđi laun nefndarmanna en almenna reglan er ţá sú ađ hann leiti ráđa hjá ţóknananefnd varđandi fjárhćđirnar.
Ef nefndarmenn eru hins vegar jafnframt embćttismenn ríkisins er ţađ ýmist kjaradómur eđa kjaranefnd sem ákvarđar hvort greitt sé sérstaklega fyrir nefndarstörfin, og ţá hversu há upphćđin skuli vera.

Á bls. 41 til 75 í skýrslunni má sjá upptalningu á öllum ţeim nefndum, ráđum og stjórnum sem störfuđu á árinu 2000. Rétt er ađ árétta ađ skýrslan tekur einungis til nefnda, ráđa og stjórna á vegum ríkisins en ekki nefnda á vegum sveitarfélaga.

Bruđl?
Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskođunar ađ 18% nefndanna störfuđu ekkert á árinu 2000 og skiluđu engum árangri! Einnig voru dćmi um ađ verkefnin vćru falin öđrum án ţess ađ búiđ vćri ađ leggja nefndina niđur.
Í skýrslunni lćtur Ríkisendurskođun í ljós efasemdir um nauđsyn ţess ađ starfrćkja í öllum tilfellum stjórnir stofnana – oft geti forstöđumenn séđ um ađ stjórna ţeim, undir eftirliti ráđherra. Einnig átelur Ríkisendurskođun í skýrslunni ađ oft er nefndum ekki markađur ákveđinn tímarammi.

Ég tel ljóst ađ ţađ er margt sem betur má fara í opinberum rekstri ţegar nefndir eru annars vegar. Auka ţarf skilvirkni ţeirra nefnda sem eru starfandi og leita leiđa til ađ draga úr fjölda ţeirra og umfangi. Mikilvćgur liđur í ţví er ađ upplýsingar um greiđslur til nefndarmanna séu ađgengilegar. Ţađ er ţví von mín ađ Alţingi beri gćfu til ađ samţykkja umrćtt frumvarp.

Ţorsteinn Magnússon


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband