Leita í fréttum mbl.is

Alfreð viðurkennir misferli sitt

Þegar ég var lítill gerði ég dáldið sem ég átti ekki að gera. Móðir mín var búin að banna mér að fara yfir ákveðan götu í bænum (sem er s.s. alveg eðlilegt að foreldrar geri) og ætlaðist til þess að ég hlýddi því. Einn daginn ákvað vinur minn að fara yfir götuna ,,ægilegu” og ég gat að sjálfsögðu ekki verið minni maður og elti hann.

En á einhvern óskiljanlegan hátt komast foreldar alltaf að öllu og þegar hetjan ég kom heim mættu mér reiðir foreldrar. Ég var spurður af hverju ég hefði farið þangað sem ég fór þegar búið var að banna mér það. Í staðinn fyrir að neita fyrir allt saman og láta eins og ég hefði verið í næsta nágrenni allan tímann sagði ég þeim að vinur minn (sem ég man ekki hvað heitir af því að hann talaði aldrei við mig aftur) hefði nú farið þarna fyrst.

Þetta þóttu mér sjálfsögð viðbrögð og get réttlætt þau með góðum rökum – ég var sjö ára.

Í byrjun júní færðu Ungir Sjálfstæðismenn Alfreð Þorsteinssyni, formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Monopoly spilið að gjöf. Eins og fram kemur í tilkynningu SUS var þetta gert til að ,,mótmæla taumlausri eyðslu Alfreðs á kostnað borgarbúa.”

Fram kemur í tilkynningu SUS að vonandi láta Alfreð sér nægja að kaupa eignir fyrir þá spilapeninga sem eru í spilinu en hætti á sama tima að leika sér með skattfé borgarbúa. En eins og margoft hefur komið fram og allir sjá nema Alfreð sjálfur hefur hann hingað til farið frjálslega með það fé sem tilheyrir borgarbúum.

Alfreð hins vegar vill ekki eins og áður sagði kannast við neitt af þessu og sendi spilið til baka með þeirri kveðju að Davíð Oddsson hefði nú á sínum tíma byggt Perluna og hefði þar með ,,bruðlað” meira með fjármuni borgarinnar. Það er nú bara það.

Til hamingju Alfreð Þorsteinsson – Þú ert búinn að vinna argjúmentið um það hver bruðlar mest með peninga! Já, það vantar ekki að hann Alfreð sé málefnalegur. Svona álíka málefnalegur og ég var þegar ég var sjö ára.

En bíðum nú við. Við skulum hafa eitt í huga. Davíð Oddsson var borgarstjóri Reykvíkinga í 9 ár og á því tímabili var Perlan byggð. Hún var s.s. byggð í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Alfreð Þorsteinsson er EKKI borgarstjóri Reykjavíkur. Hann getur því ekki sett sig á háan hest með því að bera sig saman við fyrrverandi borgarstjóra. Hvaða skoðun sem menn hafa á Perlunni eða fleiru sem framkvæmt var í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þá réttlætir ekkert það brask og bruðl sem á sér stað í Orkuveitunni undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar. Það er ekki hlutverk OR að standa í fjarskipaviðskiptum, rækjueldi, sumarbústaðabyggð og fleiru. Þetta er verkefni sem einkaaðilar eiga að taka sér fyrir hendur og ef svo vill til að hið opinbera ákveður að

Nú má vel vera að Alfreð líti á sig sem borgarstóra. Hver veit nema Alfreð sé valdamesti leikmaðurinn í samstarfi R-listans. Ekki veit ég það og ekki vita borgarbúar hver stjórnar á bakvið tjöldin í valdasamstarfi R-listans. Enda er það ekkert skrítið þar sem þeir vita það stundum ekki sjálfir. Það hlýtur að vera erfitt að eiga samstarf við flokka sem hafa enga hugsjón nema þá að sjálfstæðismenn komist ekki til valda í borginni.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir bendir réttilega á það í grein að flokkarnir sem standa að R-listanum eru ,,málefnafátækir og stefnulausir.” Það er út af því sem að allir geta leikið sér í sínu horni og þeir einu sem þurfa að gjalda eru borgarbúar með skattpeningum sínum.

Virðing Alfreðs og félaga (ef félaga skyldi kalla) í R-listanum fyrir fjármagni borgarbúa er nákvæmlega engin. Borgarbúar eiga betra skilið og það eru komið að borgarbúum að sigra næstu kosningar.

Gísli Freyr Valdórsson

Birtist áður á sus.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband