Leita í fréttum mbl.is

Nasistar: Vinstri öfgamenn

No NazismFrétt undir yfirskriftinni ,,Berlín: Ganga nýnasista stöðvuð” birtist á textavarpi ríkisútvarpsins þann 8.maí síðastliðinn. Í fréttinni voru nasistarnir kallaðir hægri öfgamenn, og ganga þeirra kölluð mótmælaganga hægri öfgamanna. Það er ekki bara fráleitt að kalla nasista hægri öfgamenn, heldur er um alveg fáránlega grófa mótsögn að ræða. Ég veit satt að segja ekki hvernig mönnum hefur tekist að klína nasistunum uppá hægri menn. Stefna nasista hefur ekkert sameiginlegt með stefnu eiginlegra hægriflokka.

Orðið nasisti er dregið af fullu heiti þess ömurlega stjórnmálaflokks sem nasistarnir tilheyrðu, the National Socialist German Workers' Party, sem útleggst á íslensku á þessa leið: Þýski verkamannaflokkur þjóðernis sósíalista. Nasistar eru semsagt sósíalistar. Þeir eru um margt líkir gömlu sovésku kommúnistunum, Castro, Che Guevara og félögum frá Kúpu, og fleirum sem barist hafa fyrir alræði öreiganna og gegn kúgun auðmanna. Þessum rótæklingum hefur hinsvegar einungis tekist að útbreiða fátækt, vosbúð, stjórnlyndi, einræði, tortryggni, ófrið og öfund um heiminn, en það er annað mál.

Þjóðernis Sósíalistar (Nasistar) börðust meðal annars fyrir eftirfarandi málum:

1. Þeir vildu banna vexti og fjármagnstekjur, því slíkt var álitið arðrán.
2. Börðust fyrir þjóðnýtingu fyrirtækja, og voru á móti allri einkavæðingu.
3. Kröfðust þess að arði af stóriðnaði yrði dreift til almennings.
4. Kröfðust ríkulegra framlaga frá ríkinu til að framfleyta öldruðum.
5. Þeir kröfðust þess að jarðir landeigenda yrðu teknar eignanámi, og engar bætur áttu að koma fyrir. Þetta skyldi gert í þágu heildarinnar, í þágu almennings. Nasistar, eins og aðrir vinstri öfgamenn, virtu friðhelgi eignaréttarins að vettugi. Það var ein af megin kenningum Karl Marx og Friedrich Engels að uppræta skyldi einkaeign, svo að ég býst við að þeir félagar hefðu kannski getað unað sér vel í flokknum.
6. Auka tækifæri hæfileikaríkra barna fátæks fólks til menntunar.
7. Auka útgjöld til heilbrigðismála, og að ríkið útvegaði öllum betri læknisþjónustu.
8. Miðstýrðu þjóðfélagi með sterku ríkisvaldi.

Þegar nasistar komust til valda var efnahagslífið keyrt áfram með hagsmuni ríkisvaldsins í huga. Þeir þjóðnýttu af miklum móð. Ríkið átti að reka sem flest fyrirtæki. Einkaeignir voru gerðar upptækar í Þýskalandi eftir að Hitler komst til valda í stórum stíl, líkt og gert var í Sovétríkjunum þegar kommúnistar komust til valda og á Kúpu eftir hina sósíalísku byltingu þar svo dæmi séu tekin.

Menn ættu að sjá af framansögðu að það er algerlega út í hött að kalla nasista hægri öfgamenn. Þeir eru miklu fremur vinstriöfgamenn.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband