Leita í fréttum mbl.is

Mánudagspósturinn 10. júlí 2006

Friðbjörn Orri Ketilsson hittir naglann hressilega á höfuðið í nýlegri færslu á heimasíðunni sinni. Oftar en ekki er nauðsynlegt að koma með slíkar myndlíkingar til þess að fólk skilji hlutina, jafnvel í tilfellum þar sem í raun er um að ræða hluti sem ættu að vera frekar augljósir. Færslan hljóðar svona:

„Fyrir nokkru var öskrað á mig með háværri rödd og nokkurri fyrirlitningu „Hvar er svo þetta góðæri sem allir eru að tala um? Ég hef ekki séð krónu af því ennþá.“ Það sem ég benti þessum ágæta einstakling jafn harðan á var að góðæri er ekki efnislegur hlutur sem vinalegir menn ganga með í hús og skipta á milli fólks. Góðæri er ástand sem skapast þar sem nóg er af tækifærum og möguleikum fyrir duglega og þróttmikla einstaklinga og gott er fyrir þá að ná árangri. Var mér þá svarað því til að góðærið væri aðeins fyrir þá ríku og öllum væri sama um hina. Ég svaraði því þá aftur til að slíkt væri rangt og að góðæri væri eins og sólskinið en þeir njóta þess aðeins sem nenna að fara upp úr sófanum eða fram úr rúminu og út þar sem það er. Sólskinið verður ekki borið inn til þeirra sem ekki nenna að fara út. Að sama skapi er góðærið ekki sett í fötur heldur er til staðar fyrir þá sem vilja njóta þess.“

Málið er einfaldlega að það er alltaf nóg til að fólki sem vill fá alla skapaða hluti upp í hendurnar án þess að hafa neitt fyrir þeim. Aðrir eiga þá að borga brúsann. Kannski fyrirfinnst þessi tilhneiging í einhverjum mæli hjá flestum, en sem betur fer átta margir sig á því að slík krafa er hvorki eðlileg né æskileg fyrir þjóðfélagið. Ef allir hugsuðu svona væri allt á öðrum endanum og velferðina eftir því. Enginn myndi einfaldlega nenna að gera neitt og allir ætlast til þess að einhverjir aðrir gerðu það sem gera þyrfti. Niðurstaðan yrði þá að enginn gerði neitt og allir töpuðu.

Það þarf einfaldlega að vera hvati í þjóðfélaginu til að standa sig og ná árangri sem síðan skilar sé til þjóðfélagsins í heild. Sá hvati er að fólk uppskeri eins og það sái. Fólk geti ávaxtað sitt pund sem mest fyrir eigin atorku og framkvæmdasemi í stað þess að því sé refsað t.d. með háum sköttum sem síðan eru oftar en ekki notaðir til að hlaða undir fólk sem er ekki tilbúið að leggja það á sig sem þarf til að ná árangri í lífinu. Það nær enginn árangri í einu eða neinu sem kemst upp með það að varpa ábyrgðinni á eigin hagsmunum yfir á aðra.

Góðærið, sem verið hefur á Íslandi á undanförnum árum, er einmitt gott dæmi um þetta eins og Orri réttilega fjallar um. Það hefur verið góðæri hér á landi sl. Ár. Það er einfaldlega ekki hægt að deila um það. Tölurnar tala sínu máli og við Íslendingar höfum aldrei haft það eins gott og í dag. Langt því frá raunar. Allir hafa klárlega notið þess í einhverjum mæli þó einhverjir geri sér ekki grein fyrir því eða eru ósáttir við sinn hlut. En til þess að njóta góðra tíma til fullnustu þarf að nýta sér aðstæður og grípa þau tækifæri sem gefast en ekki, eins og Orri segir, hanga í sófanum og nenna ekki að fara út og njóta sólskinsins en ætlast þess í stað til þess að einhver beri það inn til manns.

Vinstrimenn, „take notes!“

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband