Leita í fréttum mbl.is

Hvernig getur maður tekið svona fólk alvarlega?

Það virðast engin takmörk fyrir því í hversu marga hringi forystumenn Samfylkingarinnar geta snúist. Nú kalla þeir eftir sjálfstæðri utanríkisstefnu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í varnarmálum þjóðarinnar og vilja þá væntanlega meina að Íslendingar hafi ekki fylgt slíkri stefnu til þessa. Á sama tíma vilja Ingibjörg Sólrún og félagar hins vegar að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem stefnt er að því að koma á einni sameiginlegri utanríkisstefnu fyrir öll aðildarríkin og samhliða því sérstöku embætti utanríkisráðherra sambandsins. Sjálfstæðar utanríkisstefnur ríkjanna munu m.ö.o. þar með heyra sögunni til!

Meðal annars er kveðið á um þetta í fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins sem engan veginn er tímabært að afskrifa þó henni hafi verið hafnað af frönskum og hollenzkum kjósendum sl. sumar. Nú er þegar orðið ljóst – sem margir vissu fyrir – að sambandið ætli sér að hunza þær lýðræðislegu niðurstöður og fara í kringum þær með einum eða öðrum hætti. En hvað sem stjórnarskránni sjálfri líður er þegar fyrir margt löngu hafin vinna í Brussel við að setja á stofn sérstaka utanríkisþjónustu fyrir Evrópusambandið sem ætlað er með tíð og tíma að koma í staðinn fyrir sjálfstæðar utanríkisþjónustur aðildarríkjanna.

Það er því ljóst að ef forystu Samfylkingarinnar fengi sínu framgengt, að Ísland gerðist hreppur í hinu fyrirhugaða evrópska stórríki sem leynt og ljóst er verið að þróa Evrópusambandið í að verða, þá mun engin sjálfstæð íslenzk utanríkisstefna verða rekin. Við munum einfaldlega ekki hafa neina heimild til þess lengur. Sú utanríkisstefna sem verður rekin af hálfu sambandsins mun svo sannarlega ekki verða mótuð út frá sjálfstæðum sjónarmiðum Íslands heldur fyrst og fremst sjónarmiðum stóru þjóðanna innan sambandsins eins og flest annað innan þess.

Tvöfeldni forystumanna Samfylkingarinnar í þessum efnum er m.ö.o. alger - sem aftur eru sennilega vinnubrögð sem löngu eru hætt að koma fólki á óvart þegar þessir aðilar eru annars vegar. Persónulega finnst mér þetta þó fyrst og fremst bara hlægilegt. Hvernig getur maður tekið svona fólk alvarlega?

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is

(Birtist áður í Morgunblaðinu 23. marz 2006)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband