Leita í fréttum mbl.is

Er þetta eðlilegt?

Nú hafa Hollendingar tekið aðlögun innflytjenda föstum tökum. Það á heldur betur að samlaga fólk sem flytja á til landsins að evrópskri menningu. Hvernig fara þeir að því? Jú, þeir láta umsækjendur kaupa og horfa á erótíska dvd-mynd með berbjósta konum og fáklæddum leðurhommum. Fyrir þetta þarf umsækjandinn að greiða 350 evrur, sem hann fær ekki endurgreiddar, falli hann á prófinu, auk þess sem hann þarf að kaupa myndirnar á geisladiski ásamt myndabók með „ósæmilegu“ myndefni. Þetta er víst nauðsynlegt til að undirbúa fólkið undir lífið í Hollandi.

Fólk sem kemur frá evrópska efnahagssvæðinu þarf að sjálfsögðu ekki að gangast undir prófið, enda þarf ekki að aðlaga það að „holenskri menningu“, þar sem uppruna lönd þessa fólks eru meira og minna öll kominn jafn langt og Holland í evrópskri smekkleysu.

Tökum Ísland sem dæmi:
Á hverjum degi geng ég framhjá plaggati nokkru í andyrinu á Háskólanum á Akureyri. Hálf nakin kona liggur þar á bakinu og horfir biðjandi augum á vegfarendur. Fyrir neðan stendur „fuck me“. Pabbi, mamma og börnin horfa saman á ungar konur keppa í því hver sé sætust í bikiní. Keppnin heitir Ungfrú Ísland. Hægt er að horfa á ókeypis myndbönd í ólæstri dagskrá af stúlkum í lágmarksklæðnaði dilla rassinum og barminum með seiðandi hætti í Ríkissjónvarpinu, Skjá einum og Sirkus, meðan beðið er eftir því að almennileg dagsrká hefjist á þessum stöðvum. Sýningarnar eru á einkar hentugum tíma fyrir börnin. Barnastjarnan Silvía Nótt sló í gegn í Júróvisíón í einhverskonar vændiskonu búning – og krakkarnir í skólum landsins syngja: „ég er Silvía Nótt, og þið haldið með mér“. Samtímis þessu kemur upp á yfirborðið holskefla af kynferðisafbrotamálum og afbrigðilegheitum hjá þjóðinni, svo sem eins og furðu há tíðni endaþarmsmaka og munnmaka meðal krakka á grunnskóla aldri.

Aðlaga þarf innflytjendur að evrópskri menningu, og hollensk yfirvöld telja sig vita hver kjarni hennar er.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband