Leita í fréttum mbl.is

Schengen skapar óöruggari landamæri

Þann 25. ágúst sl. tóku Finnar á ný upp hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins eftir. Ástæðan var fundur evrópskra og asískra ráðamanna sem fram fór í Helsinki í dag og í gær. Á morgun verður hefðbundnu landamæraeftirliti aftur hætt. Ýmis önnur aðildarríki samstarfsins hafa gripið til þessara aðgerða á undanförnum árum vegna hliðstæðra atburða þar sem talin hefur verið þörf á auknu öryggi. Þ.m.t. við Íslendingar, t.d. vegna vorfundar Atlandshafsbandalagsins 2002 og heimsóknar forseta Kína til landsins þá um sumarið.

Það er því nokkuð ljóst að landamæraöryggi aðildarríkja Schengen-samstarfsins hefur ekki aukizt við aðildina. Ef það telzt liður í því að auka landamæraöryggi að hverfa til hefðbundins landamæraeftirlits eins og það var fyrir daga samstarfsins segir það sig væntanlega sjálft að staðan eftir aðildina að Schengen felur í sér minna öryggi. Annars þyrfti varla að hverfa til "gamla" fyrirkomulagsins þegar atburðir eiga sér stað þar sem talin er þörf á auknu öryggi.

Hægt væri að halda mun lengri tölu um Schengen-samstarfið, en ég læt nægja að þessu sinni að vitna í ávarp sem Davíð Oddsson, fyrrv. forsætisráðherra, hélt 18. október 2002 á málþingi Lögfræðingafélags Íslands um för yfir landamæri þar sem Davíð sagði m.a. að ekki væri hægt að bera á móti því að aðildin að samstarfinu hefði veikt landamæraeftirlit hér á landi:

"Markmið Schengen-samstarfsins er að tryggja frjálsa för fólks innan aðildarríkja þess með því að fella niður landamæravörslu á milli þeirra, en styrkja um leið eftirlit með ytri landamærum þeirra og svonefndra þriðju landa og koma upp öflugri lögreglusamvinnu í því skyni. Þetta má teljast eðlileg þróun á meginlandi Evrópu vegna þess að þar hafa ríkin fyrir löngu gefist upp á að halda uppi eftirliti á landamærum sín á milli. En málið kann að horfa nokkuð á annan veg við gagnvart eyríkjum, sem af landfræðilegum ástæðum hafa alla burði til að halda uppi öflugu landamæraeftirliti og ná að því leyti sama eða jafnvel mun betri árangri en að er stefnt með Schengen-samstarfinu. Niðurstaðan í Bretlandi og á Írlandi varð sú, að þeir myndu áfram gæta sjálfir eigin landamæra, en niðurstaðan hér varð sem kunnugt er sú - einkum af tryggð við grannríkin annars staðar á Norðurlöndum og svonefnt norrænt vegabréfasamband - að flytja eftirlit með landamærum okkar frá Keflavík alla leið til Mílanó, Madrid og Mykonos, svo dæmi séu tekin, svo traustvekjandi sem það kann annars að þykja, og leggja í staðinn traust okkar og trúnað á sameiginlega gagnabanka Schengen-samstarfsins."

---

Í dag er þess minnst að fimm ár eru liðin frá hinni hryllilegu og villimannlegu hryðjuverkaárás á Bandaríkin 11. september 2001. Við á Íhald.is vottum Bandaríkjamönnum, og sérstaklega þeim sem misstu ástvini í árásinni, samúð okkar og virðingu.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@hi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband