Leita í fréttum mbl.is

Tekjuskattur og útsvar; ekki það sama!

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi lagði fyrir um hálfu ári fram tillögu um það í borgarstjórn að borgin sýni fordæmi í útgáfu launaseðla og skilgreini þar tekjuskatt greiddan til ríkissins annars vegar og útsvar greitt til sveitafélagsins hins vegar. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Það felur í sér að launagreiðendum verði skylt að aðgreina útsvarið og tekjuskatt á launaseðlum starfsmanna sinna.

Eins og Vefþjóðviljinn hefur bent á í skýrslu greiða þeir sem hafa undir 262 þúsund krónum í mánaðarlaun meira í útsvar til sveitarfélaga en í tekjuskatt til ríkisins. Þetta er eitthvað sem ekki allir gera sér grein fyrir. Það er nú ekki að fáviskunni einni saman heldur liggur þetta ekki allt ljóst fyrir. Mjög auðvelt er að greiða úr því með því að fyrrnefnt frumvarp nái í gegn.

Í Bandaríkjunum kemur í flestum fylkjum fram á launaseðlum starfsmanna hvernig greiðslu skattanna er háð. Skattgreiðslunni er skipt í ríkisskatt (state tax) annars vegar og alríkisskatt (federal tax) hins vegar. Þar liggur ljóst fyrir hvort og þá hvað mikið af skattgreiðslum starfsmanna fer til fylkisins sem það býr í og hversu mikið fer til Washington. Í mörgum tilfellum eru skattgreiðslur þrískiptar þar sem einnig kemur fram hvernig ríkisskatturinn (state tax) skiptist á milli fylkisins og sveitafélags viðkomandi.

Þetta þýðir það að fólk tekur vel eftir því hvort að Arnold hækkar eða lækkar skatta í Kaliforníu eða hvort að Georg hækkar þá eða lækkar í Washington. Það fer ekkert á milli mála hver er að skattpína eða lækka skatta. Á Íslandi hins vegar koma háskólaprófessorar fram og segja ríkisstjórnina skattpína fólk en minnast ekki einu orði á skattahækkanir (sem líka geta komið fram í auknum þjónustugjöldum) sveitafélaganna. Íbúar Reykjavíkur eiga rétt á að fylgjast betur með skattpíningu R-listans. Að sama skapi geta íbúar Seltjarnarness glatt sig yfir lækkandi útsvari á sínum launaseðlum.

Það er ekkert sem segir að það þurfi að innheimta 36,72% skatt. Í raun ættu íbúar Seltjarnarness að eiga kost á því að þurfa ekki að greiða svo mikinn skatt þar sem hann er í raun lægri. Í stað þess að fá endurgreiðslu í ágúst gætu íbúar sveitafélagsins borgað minna allan ársins hring.

Núverandi (og vonandi fráfarandi) borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki viljað taka undir tillögu Kjartans þar sem þeim finnst það líklega of flókið að aðgreina skattgreiðslurnar á þennan hátt. Borgarstjórnarmeirihlutinn heldur líklega að launafulltrúar borgarinnar handskrifi alla launaseðla og reikni launin út með gömlum vasareiknum. Nú, nema þá að R-listamenn vilji ekki að það liggi fyrir svart á hvítu fyrir öllum starfsmönnum sínum hversu mikið þeir greiða í skatt aftur til vinnuveitanda síns. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvað flestir starfsmenn borgarinnar eru með í laun. Eg leyfi mér nú samt að giska á að um 60 – 70% þeirra sé með undir 262 þúsund á mánuði.

Það er ekkert flókið við að aðgreina skattgreiðslun launamanna. Hjá flestum fyrirtækjum þýðir það að launafulltrúar þeirra þurfa að bæta við einum dálki í Navision eða hvaða forrit sem þeir nota til að reikna út launin hjá starfsmönnum.

Hér má sjá einfalt dæmi um aðgreiningu skattgreiðslna. Við skulum gefa okkur að Jón Jónsson sé með 175 þús krónur í föst mánaðarlaun og búi í Reykjavík (þar sem útsvarið er í hámarki). Til að einfalda dæmið er ekki gert ráð fyrir yfirvinnu eða neinum öðrum aukagreiðslum. Hins vegar er gert ráð fyrir auka lífeyrissparnaði þar sem hann er vonandi orðinn algengur sem hjá flestum. Að frádregnum lífeyrissparnaði er skattstofninn 161 þúsund. Jafnframt er gert ráð fyrir greiðslu í verkalýðsfélag. Launaseðlar flestra eru nú lengri og með fleiri upplýsingum, s.s. yfirvinna, matarstyrkur, starfsmannafélög og svo frv. Hér að neðan er þó aðeins einfaldasta útgáfa án allra aukatekna eða gjalda.

Jón greiðir um 30 þús. krónur í skatt af launum sínum að frádregnum persónuafslætti sem Ríkið veitir. Hann borgar helmingi meira til borgarinnar heldur en til ríkisins. Þetta vill R-listinn ekki að liggi ljóst fyrir.

Jón Jónsson

Launaliðir

Taxti:

Launaupphæð

Mánaðarlaun

1,00

175.000 kr.

175.000 kr.

175.000 kr.

Frádráttarliðir

Taxti

Frádráttarupphæð

Verkalýðsfélag

1%

1.750 kr.

Lífeyrirssjóður

4%

7.000 kr.

Lífeyrissparnaður

4%

7.000 kr.

Skattstofn

161.000 kr.

23,69%

38.141 kr.

Persónuafsl.

- 29.029 kr.

100%

- 29.029 kr.

Útsvar

161.000 kr.

13,03%

20.978 kr.

45.840 kr.

Útborgað

129.160 kr.

Greitt í ríkissjóð

9.112 kr.

Greitt í útsvar

20.978 kr.

Samt. í skatt:

30.090 kr.

Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband