Leita í fréttum mbl.is

Martin Luther King Jr og jákvæð mismunun

Nýverið var Martin Luther King Jr minnst í Bandaríkjunum, eins og gert er árlega þann 15.janúar, á afmælisdegi kappans.
Ég mun framvegis bara kalla hann Martein á íslenska vísu.

,,Ég vona að börnin mín muni einn daginn búa í landi þar sem þau verða ekki metin eftir litarhætti, heldur eftir innræti þeirra” sagði Marteinn í sinni frægustu ræðu - ,,Ég á mér draum”.
En því miður hefur draumur hans um ,,litblint” þjóðfélag ekki orðið að veruleika, þó að sitthvað hafi áunnist. Sökum þess sem menn kalla ,,jákvæða mismunun”, er í mörgum tilfellum ekki hægt að líta einungis til verðleika og eiginleika fólks sem sækir um skólavist eða starf hjá vissum stofnunum eða fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Líta þarf fyrst á hörundslitinn.

Það er í alla staði fáránlegt og óréttlátt að taka störf frá einum þjóðfélagshóp, til að bæta fyrir það misrétti sem annar þjóðfélagshópur varð fyrir af hendi þriðja hópsins, sem fór illa með fjórða hópinn einhvertímann í fortíðinni. Ég er viss um að Marteinn hafði ekki aðgerðir á borð við ,,jákvæða mismunun” í huga með baráttu sinni. Það er einmitt sökum ,,jákvæðrar mismununar” sem börn Marteins eru við vissar lögbundnar aðstæður ekki metin að verðleikum heldur eftir hörundslit í þágu pólitískrar rétthugsunar.

Menn hafa farið svipaðar leiðir í þágu kvenréttinda víða um heim og er það alveg jafn vitlaust nálgun.

Marteinn var róttækur Baptisti. Hann vitnaði oftsinnis í Fjallræðuna, þar sem segir ,, Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka. Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær... Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður svo að þér reynist börn föður yðar á himnum.”

Marteinn var í alla staði maður sátta, en ekki beiskju, öfundar eða haturs.

Marteinn predikaði aldrei að börn sín ættu að hefna sín börnum þeirra sem beittu Martein og kynslóðirnar á undan honum órétti. Hann þráði aldrei árangur fyrir blökkumenn á kostnað hvítra. Hann trúði á fólk óháð uppruna þess. En demókratar og aðrir velviljaðir vinstrimenn í Bandaríkjunum hafa sagt blökkumönnum að þeir þurfi að reiða sig á ,,jákvæða mismunum” og aðrar ölmusur hvíta mannsins, og margur hefur bitið á agnið. Ómeðvitað eru hvítir menn sem vilja ,,hjálpa” blökkumönnum með þessum hætti að segja þeim að þeir geti ekki hjálpað sér sjálfir. Þeir hafa með þessu gefið óbeint í skyn að hvítir karlar séu betri en annað fólk og hafa í leiðinni haft slæm áhrif á sjálfsmynd þeirra sem þeir þykjast vilja hjálpa.

Eini svarti hæstaréttadómi Bandaríkjanna heitir Thomas Clarence. Hann var að sjálfsögðu skipaður af Repúblíkönum og er mikill hægri íhaldsmaður. Hann er sá dómari sem hefur sýnt jákvæðri mismunum hvað mesta andúð og telur að öll lög og aðgerðir sem fela í sér mismunun að einhverju tagi séu markleysa sem stangist á við stjórnarskránna. Hann hefur lýst því yfir að jákvæð mismunum geri lítið úr afrekum þeirra sem eiga að njóta hennar. Þetta ættu menn að hafa í huga. Líka femínistar.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband