Leita í fréttum mbl.is

Ráðuneytisstjórar fari og komi með ráðherrum

Það er ráð að skoða sífellt helstu hlutverk stjórnmálamanna og annara embættismanna er snýr að deglegri stjórn hins opinbera. Allt frá árinu 1991 hefur verið unnið staðfastlega að því að bæta rekstur ríkisins og gera hann skilvirkari. Það hefur tekist vel þó að enn sé langt í land. En miðstýringu stjórnmálamanna af daglegu lífi borgarans hefur verið aflétt að miklum hluta. Mörg stór ríkisfyrirtæki hafa verið seld, má þar helst nefna ríkisbankana tvo og nú nýlega Landssímann. Þar með hefur ríkið dregið verulega úr áhrifum sínum á fjármálamarkaði og hætt afskiptum af rekstri á fjarskiptamarkaði.

Flest verkefni á vegum ríkisins eru boðin út og þar er farið eftir fyrirfram ákveðnum lögum sem fylgst er með að farið sé eftir. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn ákveði sjálfir hverjir fái hvaða verkefni og svo frv.

En þó er eitt sem ég vil einnig sjá. Í dag er málum þannig háttað að ráðuneytisstjórar eru ráðnir til fimm ára í senn en það eru ráðherrarnir sjálfir sem þá skipa. Þannig getur ráðherra og ráðuneytisstjóri komið frá sitthvorum væng stjórnmálanna. Samkvæmt öllum lögum og reglum á þetta ekki að skipta máli þar sem ráðuneytisstjóranum ber að fara eftir skipunum ráðherrans enda er hann í vinnu fyrir hann. Honum ber að vinna af óhlutdrægni og hlutleysi. Hins vegar kennir raunveruleikinn okkur að þannig eru hlutirnir ekki alltaf. Ég tel að meiri árangur geti náðst í stefnumörkun hins opinbera ef að ráðuneytisstjórarnir fylgja ráðherrunum inn og út úr ráðuneytunum. Eini starfsmaðurinn sem það gerir í dag er aðstoðmaður ráðherra en hann sér um persónulega þjónustu við ráðherrann á meðan ráðuneytisstjórinn sér um daglegan rekstur ráðuneytisins og að koma stefnumálum ráðherrans og ríkisstjórnarinnar á framfæri. Þegar skipt er um forseta í Bandaríkjunum er jafnframt skipt um meirihluta starfsmanna í Hvíta Húsinu. Það sama gildir um önnur ráðuneyti þar í landi. Þannig getur forsetinn og aðrir ráðherrar komið málum sínum í gegn með aðstoð og ráðgjöf starfsfólks síns. Starfsmannastjóri Hvíta Hússins (sem er nokkurs konar ráðuneytisstjóri) sér um dagleg málefni ráðuneytissins fyrir hönd forsetans. Á Íslandi gætu ráðherrar auðveldað störf sín til muna með því að fá að ráða sjálfir ráðuneytisstjóra á meðan þeir gegna embætti.

Næstu verkefni
Næstu verkefni núverandi ríkisstjórnar er væntanlega að halda áfram einkavæðingu ríkissfyrirtækja og halda ríkisrekstrinum í góðu horfi. Varðandi starfsmannamál hins opinbera er mikilvægt að halda uppi gæða og árangursstjórnun. Opinberir starfsmenn þurfa að hafa sama vinnurétt og aðrir, hvorki meiri né minni. Það á að vera hægt að segja upp opinberum starfsmanni sannist að hann sé ekki að standa sig í starfi og/eða fari ekki eftir tilmælum yfirmanna sinna. Ráðherrar þurfa að hafa leyfi til að rifta ráðningasamningum forstöðumanna ríkisstofnana ef þeir eru ekki að standa sig. Það er ekki heilbrigt og ekki í takt við nýskipun í ríkisrekstri að forstöðumenn geti skilað stofnun sinni í halla ár eftir ár og samt haldið stöðu sinni. Það fengi enginn skipstjóri að sigla sama bátnum mörg ár ef hann veiðir ekki. Sama gildir um forstjóra og deildarstjóra almennra fyrirtækja í einkaeigu. Ef þeir standa sig ekki í starfi er skipt um ,,karlinn í brúnni.” Hið opinbera ætti ekki að vera undanskilið þessu.

Þá vakna væntanlega upp spurningar hvort að stjórnmálamenn geti beitt fólskubrögðum við að segja upp pólitískjum andstæðingum sínum. Svarið við því er einfalt. Ekki ef skipuritið er nógu skýrt og stjórnmálamenn fá ekki að ráða í störfin. Ráðherrann ætti ekki að geta rekið eða ráðið kerfisstjórann í ráðuneytinu. Það er væntanlega einhver deildarstjóri sem sér um það en ekki stjórnmálmaður. Að sama skapi hef ég áður tekið fram að það þarf að sýna fram á ástæðu ef segja á fólki upp.

Þá er það stóra spurningin. Eru embættismenn, já eða stjórnmálamenn, lýðræðinu hættulegir. Ég tel svo ekki vera. Svo lengi sem kerfið er opið og menn fara eftir stjórnsýslu og upplýsingalögum [1] munu embættismenn og stjórnmálamenn vega upp á móti hvor öðrum samfélaginu til góðs. Það gilda skýr lög um starfssemi embættismanna og eftir þeim ber að fara. Kosturinn við lýðræðið er jú auðvitað sá að við getum ,,losnað við ríkisstjórnina án þess að þurfa að skjóta hana.” [2]

Gísli Freyr Valdórsson

Grein þessi er unnin upp úr ritgerð sem fjallar um hvort að stjórnmálamenn og embættismenn séu hættulegir lýðræðinu. Ritgerðin mun birtast í heild sinni á www.veritas-iceland.com.


[1] Bæði stjórnsýslulögin og upplýsingalögin voru sett á í tíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Markmið þeirra var að gera kerfið gegnsærra og opnara.

[2] Hannes H. Gissurarson, Hvar á maðurinn heima? bls. 135


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband