Leita í fréttum mbl.is

„Hún hætti ekki að grenja, svo við skutum hana“

Samkvæmt anti-slavery.com eru a.m.k. 100.000 Súdanir þrælar. Í suttu máli, þá fara menn frá norður Súdan til suður Súdan í ,,þræla veiðar”. ,,Veiðimennirnir” njóta í sumum tilfellum aðstoðar súdanskra stjórnvalda. Þeir sem ,,veiðast” eru aðallega konur og börn. Þau eru bundin föst við dýr sem notuð eru til að bera þau norður. Á leiðinni er mörgum konum og stúlkum nauðgað. Börn sem ekki geta þagað eru skotin. Veiðimennirnir halda þrælunum sjálfir, eða selja þá á opnum mörkuðum. Drengir eru látnir vinna erfiðisvinnu og hugsa um dýr. Þeir sofa úti með dýrunum og er gefið ömurlegt fæði. Reyni þeir að flýja er komið í veg fyrir að þeir geti hlaupið á ný með því að eyðileggja sinar í fótum þeirra. Konur og stúlkur eru látnar vinna heimilisstörf á daginn og þeim er nauðgað á nóttunni. Þrælarnir þola yfirleitt daglegar barsmíðar, og margskonar annað andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Og hvað gerum við á vesturlöndum? Ekki mikið. Milljónir vesturlandabúa, andstæðingar kapítalisma, hópast saman til að mótmæla því að fólk í þriðja heiminum vinni hjá GAP, Nike, Levi’s og fleiri fyrirtækjum af fúsum og frjálsum vilja, fyrir laun sem teldust mjög góð í Súdan. Þrælasalar í Súdan og súdönsk stjórnvöld þurfa að gerast vestrænir kapítalistar til að fá einhver veruleg viðbrögð frá vestrænum mannúðar frömuðum vegna framferðis síns. Hið tvöfalda siðgæði sumra vinstrisinnaðra siðapostulla ætti að vera augljóst öllum þeim sem opna augun.

Það þarf að gera eitthvað í þessu máli, og ég skora á verðandi utanríkisráðherra Íslands, Geir Haarde, að beita sér fyrir því. Ég fyrir mitt leyti myndi helst vilja sjá fjölþjóða her fara til Súdan og binda enda á þetta rugl.

Condoleezza Rice hefur mikið talað um að taka verði til hendinni í Súdan. Condi er afar mælsk og greind. Hún hefur gríðarlega yfirgripsmikla þekkingu á umheiminum, sem er afar góður kostur í hennar starfi. Hún er fyrrum háskólaprófessor og talar fjögur tungumál reiprennandi. Að uppfylla kynja og kynþáttakvóta hefur aldrei verið hennar hlutverk. Hún er einfaldlega lang best til þess fallinn að vera utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ég legg til að Bandaríkjamenn kjósi hana forseta 2008.

Sindri Guðjónsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband