Leita í fréttum mbl.is

Mánudagspósturinn 12. september 2005

Það er fagnaðarefni hversu vel tókst til við að selja Símann. Gott verð fékkst fyrir hann og ekki er síður mikið fagnaðarefni að til standi að verja þeim fjármunum á heildina litið í mjög þörf og góð verkefni í þjóðfélaginu. Um helmingur verður notaður strax í að greiða niður erlendar skuldir íslenzka ríkisins sem mun í raun þýða að það verður skuldlaust við útlönd um næstu áramót. Þar með verður eitt helzta baráttumál ungra sjálfstæðismanna í höfn. Afgangurinn verður geymdur í Seðlabankanum og síðan nýttur til ýmissa verkefna á árunum 2007-2012 ef aðstæður í efnahagslífinu verða réttar. En eins og kunnugt er eru þær það ekki eins og staðan er í dag.

Ófáir stjórnarandstæðingar höfðu uppi stór orð um að með sölu Símans hefði bezta mjólkurkúin verið seld og þar fram eftir götunum. Síminn hefði verið að gefa svo mikið af sér á ári í arð til ríkisins. Niðurstaðan er hins vegar sú að með niðurgreiðsla erlendra skulda ríkisins sparast vaxtakostnaður sem nemur sömu upphæð á ári og það sem Síminn hefur verið að gefa af sér í arð til ríkisins á undanförnum árum, eða um 2 milljarðar króna. Til viðbótar mun sú fjárhæð sem verður geymd fyrst í stað í Seðlabankanum skila ríkinu annarri eins upphæð í vexti.

Persónulega er ég mjög ánægður með er það framlag sem rennur til Landhelgisgæzlunnar sem fyrir löngu var meira en tímabært. Sem kunnugt er stendur til að kaupa nýja flugvél fyrir gæzluna árið 2007 og nýtt varðskip árið 2008. Núverandi flugvél hennar er komin til ára sinna og sama er í raun að segja um varðskipin. Hins vegar hefur varðskipið Ægir nú verið algerlega endurnýjaður og til stendur að gera það sama við varðskipið Tý. Þannig að þau munu án efa halda áfram þjónustu sinni við Íslendinga um ókomin ár enda um afbragðsskip að ræða.

Svo er bara spurningin hvernig nýtt varðskip mun líta út. Persónulega hef ég alltaf verið talsvert hrifinn af dönsku varðskipunum af Thetis-gerð sem hafa verið tíðir gestir í Reykjavíkurhöfn. Þessi skip eru þó sennilega talsvert stærri en hugmyndin er að nýtt íslenzkt varðskip verði. Þau munu engu að síður vera sérstaklega hönnuð með eftirlit við Grænland í huga og til að geta siglt í ís svo dæmi sé tekið. Læt hér fylgja með nokkrar myndir af þessum skipum - þó það sé kannski óþarfi fyrir reykvíska lesendur vefritsins þar sem flestir Reykvíkingar hafa án efa einhvern tímann barið þau augum.

Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg(a)hi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband