Leita í fréttum mbl.is

„Ég sé bara svart þegar ég sé Íhaldið“

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Vinstri-grænna er fulltúi afturhaldsaflanna sem ráðið hafa ríkjum í Reykjavíkurborg í liðlega 11 ár. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var hún spurð að því hvort til greina kæmi samstarf Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins. Svör hennar voru þessi:

„Ég get ekki séð það. Ég meina, mér finnst sko...ég sé bara svart þegar ég sé Íhaldið. Og ég held að mestu vonbrigðin í þessu máli einmitt liggi hjá borgarbúum sem að sjá fyrir sér að hugsanlega muni Sjálfstæðisflokkurinn koma hér til valda, því að það er það hræðilegasta – held ég – fyrir borgarbúa.“

Ummæli Bjarkar þykja mér lýsa vanvirðingu við þann stóra hóp borgarbúa sem styður Sjálfstæðisflokkinn. Hvers vegna ættu það að vera vonbrigði fyrir þann hóp borgarbúa að Sjálfstæðisflokkurinn komist hugsanlega til valda? Eru þeir kannski ekki eiginlegir borgarbúar í skilningi Bjarkar. Orð hennar lýsa fordómum og dæma sig sjálf.

Ekki var síður athyglisvert að heyra ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra þegar hún tjáði sig um fyrirsjáanlega endalok R-listasamstarfsins:

„Það hefur ekki verið málefnaágreiningur og virðist ekki vera málefnaágreiningur núna. Það er hins vegar virðist vera ágreiningur uppi sérstaklega af hálfu Vinstri Grænna svona um ákveðna aðferðafræði.“

Ummælin staðfesta það sem svo oft hefur skinið í gegn hjá R-listanum. Listinn er fyrst og fremst hræðslubandalag sem hefur það meginmarkmið að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum og um leið að viðhalda eigin völdum. Þegar þeir hagsmunir eru í húfi eru málefnin aukaatriði. Ítrekuð ummæli borgarfulltrúa R-listans staðfesta þetta nú sem fyrr. Áður benti ég á þetta í grein  sem ég skrifaði við síðustu borgarstjóraskipti.

Þar sem meginmarkmið R-listans hefur jafnan verið það að viðhalda eigin völdum hafa hagsmunir borgarbúa gjarnan setið á hakanum. Oft hafa flokkarnir þurft að seilast langt til að þóknast hver öðrum svo samstarfið haldi. Það hefur jafnvel þurft að gjalda dýru verði af fjármunum skattgreiðenda, sem útdeilt hefur verið í gæluverkefni einstakra flokka sem að listanum standi.

Mál er að linni. Það eru ekki vonbrigði að hugsanlega komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda í borginni. Þvert á móti vekur það von um betri tíð fyrir borgarbúa þar sem hagsmunir þeirra verða settir í öndvegi.

Þorsteinn Magnússon
thorstm(a)hi.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband